Aðalsteinn Jón Bergdal lgf. og Trausti fasteignasala kynna fallega og rúmgóða 5 herbergja íbúð á 1. hæð á góðum stað í Grafarvoginum. Nýtt parket og hurðir eru á íbúðinni. Stór lokaður pallur. Sérmerkt bílastæði fylgir eigninni beint fyrir utan. Húsið og klætt að stórum hluta og frekar viðhaldsfrítt.
Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 107,5 fm og þar af er geymsla skráð 3,7 fm.
Fáðu frítt verðmat fyrir þína eign
Nánari lýsing:Anddyri er rúmgott með góðum skáp og flísar á gólfi.
Stofa/borðstofa er rúmgóð með parket á gólfi. Útgengt á mjög stóran og lokaðan pall.
Eldhús er með snyrtilegri filmaðri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, rúmgóðan borðkrók og flísar á gólfi og á vegg milli innréttinga.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með góðum skápum og parket á gólfi.
Svefnherbergi II er rúmgott með skáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi III er rúmgott með skáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi IIII er rúmgott með skáp og parket á gólfi.
Baðherbergi er rúmgott með baðkari með sturtu, klósetti, og nýlegri innréttingu. Tengi og pláss fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi og á vegg að mestum hluta.
Geymsla íbúðar er á hæðinni sem og hjóla- og vagnageymsla.
Sérmerkt bílastæði fylgir eigninni beint fyrir utan íbúðina.
Stutt í menntaskóla, skóla og leikskóla og helstu þjónustu. Spöngin í göngufæri og stutt í góðar gönguleiðir.
Allar nánari upplýsingar veita Aðalsteinn Jón Bergdal, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is og Brynja Kristín Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður fasteignasala, í síma 691-6066 eða á netfanginu brynja@trausti.is