BERG fasteignasala kynnir:
Leirutangi 17 B í Mosfellsbæ.
Vel staðsett 92,2 fm. íbúð á jarðhæð í 4ra. íbúða fjölbýli í vinsælu hverfi í Mosfellsbæ. Sér inngangur.
Nánari lýsing: Komið er í anddyri með flísum á gólfi. Til hægri er þvottahús og geymsla. Rúmgott svefnherbergi, gluggalaust. Parket á gólfi . Stofan er björt og rúmgóð með útgengi í garð framan við íbúðina. Opið er í eldhús úr stofu. Nýleg eldhúsinnrétting. Korkflísar á gólfi. Góður borðkrókur. Herbergi inn af stofu. Fataskápar. Baðherbergi með baðkari. Köld útigeymsla er við inngangin í íbúðina. Garður framan við hús og sér bílastæði. Þak endurnýjað fyrir nokkrum árum. Barnaleikvöllur rétt utan við lóðamörk. Gróið og rólegt hverfi. Mjög skjólgott. Stutt er í ýmsa þjónustu, sundlaug,íþróttahús,golfvöll og hesthúsahverfi Mosfellsbæjar.
Engin veðbönd áhvílandi á eigninni.
Nánari upplýsingar hjá Berg fasteignasölu í síma 588-5530 eða eftirfarandi starfsmönnum:
Pétur Pétursson löggiltur fasteignasali - sími 897-0047 - netfang: petur@berg.is
Heimasíða Berg fasteignasölu: www.berg.is
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Berg fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 74.400,- m/vsk
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
270 | 91 | 57,5 |