OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 6. Nóvember kl 16:30 til 17:00.
NÝTT Í SÖLU - ÁSTÚN 10 GÓÐ 4RA HERBERGJA, 100 FM ÍBÚÐ Á 2. HÆÐ Í GÓÐU FJÖLEIGNAHÚSI - STÓRAR SUÐURSVALIR - ÍBÚÐIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING.
Vel skipulögð íbúð á þessum eftirsótta stað í Kópavogi. Fjöleignahúsið var viðgert og málað 2021 ásamt því að endurnýmum á hluta af gluggum. Inngangur í íbúð er frá útisvölum sem tengdar eru stigahúsi. Leigutekjur af íbúð í eigu húsfélagsins eru nýttar til viðhalds og reksturs í húsinu. Birt stærð íbúðar er 93.3 fm en að auki er um 7 fm sér geymsla í sameign, samtals er eignin því um 100,3 fm
Nánari lýsing:
Forstofa fataskápur og flísar á gólfi.
Hol/gangur parket á gólfi.
Eldhús flísar á gólfi og gluggar á tvo vegu, góð innrétting með endurnýjuðum borðplötum, vask og blöndunartækjum, spansuðuhelluborð, ofn og vifta. Tengi fyrir uppþvottavél Barstólar fylgja.
Stofa og borðastofa, parket á gólfi, útgengi út á stórar yfirbyggðar suðursvalir sem henta vel fyrir svalalokun eða svalaskjól að hluta.
Hjónaherbergi, parket á gólfi og skápar.
Barnaherbergi 1, parket á gólfi og skápar.
Barnaherbergi 2, parket á gólfi og skápar.
Baðherbergi, flísar á gólfi og veggjum, opnanlegum gluggi, innrétting með handlaug, salerni og baðkar með sturtuaðstöðu.
Þvottahús er innan íbúðar, flísar á gólfi, opnanlegur gluggi upphækkun með skúffum fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla, 9 fm sér í kjallara hússins merkt íbúðinni. Hillur í geymslu geta fylgt.
Sérmerkt bílastæði á lóð fylgir íbúðinni.
Í Sameign hússins er svo sameiginleg hjóla- og vagnageymsla ásamt sameiginlegu þvottahúsi. Húsfélagið á svo ósamþykkta íbúð í kjallara hússins sem er í útleigu og safnast þannig í hússjóð með útleigutekjum af henni.
Allar nánari upplýsingar og milligöngu um skoðun annast Snorri Snorrason, löggiltur fasteignasali, s. 895-2115 - snorri@valholl.is
Ertu í fasteignahugleiðingum, viltu selja ? Ég veiti afburða þjónustu og eftirfylgni, byggða á 22 ára samfeldu starfi við fasteignasölu á Íslandi, sanngjörn söluþóknun, hafið samband í síma 895-2115 eða snorri@valholl.is.
VALHÖLL FASTEIGNASALA SÍÐAN 1995 - FARSÆL OG ÖRUGG FASTEIGNAVIÐSKIPTI - RÆÐINGAR ANNAST ÞÍN SÖLUMÁL HJÁ OKKUR. VALHÖLL ER FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI SKV, GREININGU CREDITINFO 2015 til 2021, EN AÐEINS 2 % FYRIRTÆKJA Á ÍSLANDI NÁÐU ÞEIM GÆÐASKILYRÐUM OG FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI Í REKSTRI SKV, GREININGU VIÐSKIPTABLAÐSINS OG KELDUNAR 2017-2021.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak