Fasteignasalan TORG kynnir :
**SPENNANDI TÆKIFÆRI Í FERÐAÞJÓNUSTU - GISTIHEIMILIÐ HVÍTÁ**
Reisulegt og mikið endurnýjað 685,4fm gistiheimili skammt frá bökkum Hvítár með 360' útsýni. Eignin er ca. 75 mín frá Reykjavík. Eignini fylgir 9.660.fm eignarlóð sem bíður upp á stækkunarmöguleika. Reksturinn og fasteignin seljast saman. Mjög góð staðsetning til skoðunarferða um Borgarfjörð, útvistar og allskyns afþreyingar. Nánari upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á Helgi@fstorg.is Kíkið inn á : www.gusthousehvita.is NÁNARI LÝSING : Miðhæð : skiptist í forstofu, wc, eldhús, eitt 2 manna herbergi, matsal, stóra sólstofu með einstöku útsýni, útgengt út á stóra verönd til suðurs. Falleg 40fm séríbúð með 3 herbergjum, baði, stofu og eldhúsaðstöðu. Einnig er á hæðinni búr ásamt geymslu og wc aðstöðu fyrir starfsfólk.
Efri hæð : Skiptist í setustofu, 8 tveggja manna herbergi, 1 fjögurra manna og deila þau sameiginlegu sturtuaðstöðu ásamt tveimur salernum. 1 tveggja manna herbergi með sér baðherbergi með sturtuaðstöðu og svölum.
Kjallari : Skiptist í 40fm gistieining sem samanstendur af tveimur svefnherbergjum ásamt aukaherbergi, baðherbergi, Stofurými með eldhúsaðstöðu, salerni með sturtu. Sérinngangur er í þetta rými. Stórt þvottahús með svefnherbergi innaf. Mjög stórt herbergi með eldhúsaðstöðu, nettri setustofu og svefnaðstöðu fyrir 10 manna hóp (íbúð í C flokki). Stórt geymslurými með sérinngangi.
Þjónusta/afþreying:Tröllagarðurinn í Fossatúni (7 km), skemmtilegt leiksvæði fyrir fólk á öllum aldri, tröllagolf, tröllablak, tröllaparís og ótal margt fleira. Hestaferðir frá Ölvaldsstöðum, skammt frá Borgarnesi (22 km). Geitasetrið á Háafelli í Hvítársíðu (28 km). 9 holu golfvöllur hjá Nesi í Reykholtsdal, skammt frá Reykholti, og 18 holu golfvöllur, Hamarsvöllur, skammt frá Borgarnesi. Næsta sundlaug á Kleppjárnsreykjum (14 km). Næstaþéttbýli með verslunum, veitinga- og matsölustöðum, sundlaug og almennri þjónustu fyrir ferðamenn: Borgarnes (25 km).
Næg bílastæði er við húsið og lóðin umhverfis húsið bíður upp á mikla möguleika.
Eignin er mikið endurnýjuð að sögn eiganda, búið er að skipta um þak á húsinu, flest alla glugga og gler, öll baðherbergi hafa verið tekin í gegn. Ofnakerfi hússins hefur verið endurnýjuð ásamt frárennslislögnum. Húsið var málað að utan 2022. Ljósleiðari kominn.
Gott tækifæri fyrir hjón eða fjölskyldu. Núverandi eigendur hafa rekið gistiheimilið síðasliðin 7 ár með mjög góðum árangri. Seljendur skoða að taka íbúð upp í hluta kaupana.
Svæðið er einstaklega fallegt og afar heillandi fyrir erlenda ferðamenn. Norðurljósin sjást einstaklega vel þarna.
Nánari upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á Helgi@fstorg.is
Hafðu samband ef þú vilt fá frítt og skuldingarlaust verðmat á þína eign.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Kaupandi eignarinnar greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt sem er 0,3% af endanlegu brunabótamati eignarinnar.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra.