Domus fasteignasala og Ársæll Ó Steinmóðsson lgfs. s: 896-6076 löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu nýlegt, viðhaldslétt og mjög fallegt 5 herbergja 126 fm heilsárshús á tveim hæðum við Djáknaveg 3 í Úthlíð. Skv. birtum fm frá Þjóðskrá er neðrið 79,3 fm og efri hæðin 46,7 fm sem er að hluta til undir súð þ.a gólfflötur er stærri. Húsið er byggt á sökkli og með steyptri gólfplötu og hita í gólfum.
Sólrík suðurverönd með fallegu útsýni yfir sveitina og til fjalla með heitum potti er við húsið og meðfram vestur og austurhlið að hluta. Gengið er inn í húsið af vesturverönd. Læst símahlið er til að komast inn á svæðið.
Húsið var tekið í notkun 2020 og er það klætt að utan með lerki, gluggar eru úr PVC og járn á þaki er með innbrenndu lakki sem gerir húsið viðhaldslétt. Gólfhiti er í húsinu og led lýsing sem hægt er að stýra með fjarstýringu. Falleg lýsing með kubbaljósum er utan á húsinu.
Glæsileg ferðaþjónusta er rekin í Úthlíð og þar er m.a 9 holu golfvöllur, hestaleiga og í Réttinni er sundlaug með heitum pottum, veitingastaður og fleira skemmtilegt. Í næsta nágrenni eru t.d 3 golfvellir, útivistar og göngusvæði, Geysir er í ca 10 mín akstri og ca 15 mín akstur er á Flúðir og Laugarvatn. Stutt er í Reykholt og Friðheima.
Stutt lýsing: Neðri hæð: forstofa, alrými með eldhúsi og stofu, 2 svefnherbergi og baðherbergi. Efri hæð: Hjónaherbergi með sérbaðherbergi og setustofa/svefnloft.
Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Anddyri með flísum á gólfi og fatahengi.
Gangur með flísum á gólfi.
Stofa í alrými er rúmgóð og björt með harðparketi á gólfi. Úgengt er á sól´rika suðurverönd í gegnum stóra rennihurð. Gönguhurð er út á austurverönd. Falelgt útsýni er úr stofu og af verönd.
Eldhús er í alrými og með harðparketi á gólfi. Ljós falleg innrétting með innbyggðri uppþvottavél.
Hjónaherbergi er rúmgott með harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi er með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísum gólfi og veggjum, ljós falleg innrétting og efri speglaskaápum, "walkin sturta", upph.wc, handkl.ofn. Tengt f.þvottavél.
Geymsla er við hlið baðherbergis.
Efri hæð:
Hjónaherbergi er rúmgott með harðparketi á gólfi og stórum opnanlegum þakglugga og Sérbaðherbergi með flísum á veggjum og gólfi, "walkin sturtu", ljós innrétting með skúffum og handlaug, upph.wc.
Setustofa/svefnloft með harðparketi á gólfi og led lýsingu ásamt lýsingu undir súð.
Geymsla er undir súð.
Sumarhúsafélagið á svæðinu er mjög virkt og er árgjaldið. kr. 16.000.-
Vönduð og glæsileg eign í Úthlíð.
Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið as@domus.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.64.480.-m.vsk.
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
806 | 115.1 | 65,2 | ||
806 | 107 | 57,5 | ||
806 | 134.2 | 65 | ||
806 | 89.6 | 39,9 | ||
806 | 126 | 69,8 |