*** SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN ***
Helgafell fasteignasala og Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali kynna rúmgóða og bjarta 2ja herbergja íbúð á jarðhæð á frábærum stað í hjarta Kópavogs. Samkvæmt fasteignaskrá er eignin 98,9 fm. Íbúðinni fylgir stór afgirt suður og vestur verönd með útsýni yfir Kópavogsdal. Íbúðin er staðsett í litlu fjölbýli á þessum eftirsótta stað og nálægð við alla þjónustu er eins og best verður á kosið. SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAXNánari lýsing: Eignin skiptist í anddyri / hol, eldhús, stofu / borðstofu, svefnherbergi, baðherbergi / þvottahús, geymsla og sameiginlega vagna- og hjólageymslu.
Anddyri / hol: Komið er inn í flísalagt anddyri með innbyggðri skóhilla og fatahengi, þar innaf er parketlagt hol nýtt sem sem sjónvarpshol og skrifstofukrókur.
Stofa / borðstofa: Rúmgóð björt stofa / borðstofa með útgengi út á suður og vestur verönd með fallegu útsýni, parket á gólfi.
Eldhús: Með borðkrók sem aðskilur stofu og eldhús, innrétting, uppþvottavél og ísskápur sem fylgja með, flísar milli skápa, parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott svefnherbergi með góðum fataskápum, parket á gólfi.
Baðherbergi / þvottahús: Rúmgott baðherbergi með góðri innréttingu, sturta og baðker, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, flísalagt í hólf og gólf.
Geymsla: Innan íbúðar er geymsla, hillur, parket á gólfi. Hefur verið notuð sem herbergi.
Sameign: Hjóla og vagnageymsla er í sameign á 1.hæð einnig er lítil dekkja geymsla undir inngangi. Þrif á sameign er aðkeypt svo og sláttur á lóð.
Annað: Öll ljós geta fylgt með að undanskildu ljósi í borðstofu.
Lóð: Lóðin er 2211 fm og bílastæði eru í óskiptri sameign. Á baklóð er stór verönd (sérafnotaflötur) sem snýr í suður og vestur, afgirt með skjólvegg, hellilögð með fallegum gróðri, útigeymsla, fallegt útsýni í vestur.
Húsið: Melalind 2-4 er 3ja hæða steinsteypt fjölbýlishús með samtals12 íbúðum. Húsið var málað að utan 2020. Þak málað 2021. Rennur í gegnum svalir endurnýjaða í vor.
Staðsetning og nágrenni:Mjög vel staðsett eign í botnlanga götu. Sérstaklega fjölskylduvænt hverfi. Í nágrenninu er tónlistarskóli, Íþróttamiðstöðin Versalir með sundlaug, líkamsræktarstöð og íþróttafélaginu Gerplu. Hverfisskólinn er Lindaskóli. Leiksskólar í nágrenninu eru Dalur og Núpur. Matvöruverslanir, heilsugæslustöð, Bónus, Krónan, Lindir og Smáratorg eru í nokkurra mínútna göngufjarlægð. Kópavogsdalur er mjög falleg náttúruperla með fjölbreytta útivistarmöguleika.
Nánari upplýsingar og sýningu á eigninni annast Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s. 893-3276 eða með tölvupósti: holmar@helgafellfasteignasala.is.