Skráð 5. des. 2021
Deila eign
Deila

Stóra-hildisey 2

Jörð/LóðSuðurland/Hvolsvöllur-861
Verð
440.000.000 kr.
Fasteignamat
99.130.000 kr.
Brunabótamat
355.080.000 kr.
Byggt 1582
Sérinng.
Fasteignanúmer
F2192780
Húsgerð
Jörð/Lóð
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Lóð
100
Upphitun
Rafmagnskynding
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Eignatorg kynnir: Stóra-Hildisey 2, Rangárþingi eystra. Um er að ræða einstaklega snyrtilegt og afar vel uppbyggt kúabú í fullum rekstri. Mjög góð aðstaða er til staðar til áframhaldandi uppbyggingar og stækkunar búsins. Jörðin selst með 540.202 lítra framleiðslurétti í mjólk, vélum og áhöfn.

Skv. skráningu Þjóðskrár eru eftirfarandi byggingar á jörðinni:
Íbúðarhús byggt 1970 en uppgert og stækkað um 1990, samtals 249 fm.
Lausagöngufjós með áburðarkjallara tekið í notkun á árunum 2007 - 2008, samtals 1.143,6 fm.
Hlaða byggð 1982, samtals 420 fm.
Véla / verkfærageymsla byggð 1955, samtals 145,6 fm
Önnur útihús byggð á árunum 1966 - 1986, samtals 191,8 fm.
Jörðin er 180 hektarar og eru 100 hektarar ræktaðir og þar af 80 hektarar í túni.
Greiðslumark jarðarinnar er 540.202 lítrar.

Nánari lýsing:
Íbúðarhús er byggt úr timbri á steyptum kjallara og hefur fengið gott viðhald. Húsið skiptist þannig:
Aðal inngangur er inn á miðhæð hússins sem skiptist í forstofu, herbergi, eldhús, sjónvarpshol, stofu, sólstofu, baðherbergi og hjónaherbergi. Sólpallur með háum skjólveggjum og heitum potti er við húsið.
Í risi eru þrjú svefnherbergi og snyrting.
Sérinngangur er í kjallarann þar sem er forstofa, herbergi, þvottahús og geymslur. Hæglega mætti útbúa séríbúð í kjallaranum.

Fjósið er stálgrindarhús á steyptum kjallara með 72 legubásum ásamt uppeldisaðstöðu, flórsköfukerfi, 2X4 mjaltabás, stækkanlegur, og fóðurkerfi sem er heilfóðurvagn á braut. Vagnin er forritanlegur til að blanda mismunandi fóðri eftir fóðurþörf tiltekinna hópa sem auðvelt er að skipta upp í hólf í fjósinu. Heyjað er í stæður og öll aðstaða með því besta til fóðurmeðferðar.
Aðgengilegt er að koma fyrir 120 legubásum fyrir mjólkurkýr í fjósinu.
Fjóshlaða er steypt og er innréttuð til fóðurblöndunar og sem burðar- og sjúkrastíur.

Önnur hús eru einföld að gerð.

Tún eru í mjög góðri rækt og eru malarbornir vegir lagðir meðfram túnum til að lágmarka umferð á ræktuðu landi.

Gripa-, véla- og tækjalistar liggja fyrir á skrifstofu Eignatorgs.

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson búfræðingur og löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0 - 1,8%. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Björgvin Guðjónsson
Björgvin Guðjónsson
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache