Fasteignaleitin
Skráð 9. des. 2025
Deila eign
Deila

Hólabraut 3

Jörð/LóðSuðurland/Selfoss-804
36142 m2
Verð
12.900.000 kr.
Fermetraverð
357 kr./m2
Fasteignamat
5.160.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Loftur Erlingsson
Loftur Erlingsson
Löggiltur fasteignasali
Fasteignanúmer
2345816
Húsgerð
Jörð/Lóð
Lóðarréttindi
Leigulóð
Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali s.8969565 og Hús fasteignasala kynna í einkasölu
búgarðalóðina Hólabraut 3, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 804 Selfoss.
3,6ha LEIGULÓÐ rétt við þéttbýliskjarnann í Árnesi, hvar byggja má íbúðarhús og bílskúr, útihús fyrir dýr og vélaskemmu, samtals að hámarki 2400fm.


Landið er grasi gróið hraun með hæðum og lægðum.
Íbúðarhús og bílskúr má vera að hámarki 400m² að stærð samtals, útihús og vélaskemma samtals allt að 2000fm.
Rafmagn, heitt og kalt vatn við lóðarmörk, góðar reið- og gönguleiðir í allar áttir.
Arkitektateikningar af rúmlega 500fm vélaskemmu með afstúkuðum skrifstofurýmum í öðrum endanum geta fylgt. 

Í Árnesi er veglegt íþróttahús í byggingu við grunnskóli sveitarfélagsins. Þar er einnig að finna félagsheimilið Árnes, Neslaug og N1 bensínstöð með nauðsynjaverslun og góðu grilli. 
Stutt er í Þjórsárdalinn með öllum hans náttúruperlum, og 30mín akstur á Selfoss hvar finna má alla helstu þjónustu. 
Mikil íbúðauppbygging er fyrirhuguð í Árnesi á allra næstu árum í tengslum við byggingu heilsuhótels í Þjórsárdal með tilheyrandi aukningu atvinnutækifæra af fjölbreyttum toga á svæðinu.
Þá er einnig í bígerð að brúa Þjórsá í nágrenningu sem mun stækka atvinnusvæði og opna alls konar möguleika í framtíðinni.

Loftur Erlingsson löggiltur fasteignasali veitir allar nánari upplýsingar og sýnir eignina.
S. 896 9565    loftur@husfasteign.is  

 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna:
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, (0,4% fyrstu kaup)  lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð.
 
Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin