*** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA ***
Helgafell fasteignasala og Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali kynna fallegt og vel skipulagt 3 - 4. herbergja steinsteypt miðjuraðhús. Samkvæmt fasteignaskrá er eignin samtals 100 fm. Umhverfis húsið er gróinn garður með suðvestur sólpall. Húsið er einstaklega vel staðsett miðsvæðis í Þorlákshöfn þar sem stutt er í skóla, leikskóla, íþróttamiðstöð/sundlaug og verslanir. Eignin skiptist í anddyri, hol, eldhús og stofu / borðstofu í alrými, 3 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús/geymsla.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAXNánari lýsing: Anddyri: Komið er inn í rúmgóða forstofu, hvítir fataskápar, flísar á gólfi.
Hol: Parket á gólfi.
Stofa / borðstofa: Í alrými er björt og rúmgóð stofa / borðstofa með parketi á gólfi. Úr stofu er útgengt út á suðvestur sólpall.
Eldhús: Í alrými er eldhús með fallegri hvítri innréttingu, bakaraofn og örbylgjuofn, innfelldur ísskápur og uppþvottavél, spanhelluborð, vifta, parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott parketlagt hjónaherbergi með hvítum fataskápum.
Svefnherbergi 2: Gott parketlagt herbergi með hvítum fataskápum, loftlúga upp á geymsluloft.
Svefnherbergi 3: Gott parketlagt herbergi.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi, upphengdu salerni, hvít innréttingu, walk inn sturta með innfeldum blöndunartækjum, stór speglaspegill með innfeldum ljósum, flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús / geymsla: Flísalagt þvottahús með hvítri innréttingu, skolvaskur, hillur.
Húsið: Húsið er steinsteypt sem byggt er árið 2018. Innfelld lýsing er í loftum í flestum rýmum. Gólfhiti er í húsinu.
Lóð: Gróinn frágengin lóð. Framan við húsið er steypt innkeyrsla og stétt, á baklóð er sólpallur og gras.
Hér er um að ræða virkilega fallega og vel staðsetta eign. Þar sem stutt er í leikskóla, grunnskóla, sundlaug og íþróttahús. Eign sem vert er að skoða.Nánari upplýsingar og bókun á skoðun gefur Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í s. 893 3276 eða í netfangið holmar@helgafellfasteignasala.is.
Þorlákshöfn:Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi.