Byr fasteignasala kynnir í einkasölu ÚTGARÐ 6 ÍBÚÐ 203, á Egilsstöðum. Þriggja herbergja íbúð á annarri hæð með útsýni. ÍBÚÐ 203, ÖNNUR HÆÐ. Stærð íbúðar er 83,0 m² samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu og borðstofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu og geymsla. Í sameign er sérgeymsla, hjóla- og vagnageymsla og sorpgeymsla.
EIGNIN ER LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING. Anddyri með fatahengi.
Stofa og borðstofa eru saman í opnu rými. Útgengt er frá stofuhluta á rúmgóðar suðursvalir með útsýni meðal annars að Snæfelli.
Eldhús með keramik helluborði og ofni, stálvaskur og blöndurnartæki, uppþvottavél og ísskápur fylgir.
Hjónaherbergi með fjórföldum fataskáp.
Barnaherbergi með fataskáp.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf,
vaskinnrétting, salerni, baðkar með föstu „loki“ sturta og handklæðaofn. Tengi er fyrir þvottavél er á baðherbergi.
Geymsla er innan íbúðar, hillur á veggjum, rafmagnstafla.
Gólfefni: Harðparket er á öllum rýmum eignarinnar nema baðherbergi. Flísar eru á anddyri og baðherbergi.
Í sameign er stigahús, anddyri, hjóla- og vagnageymsla ásamt
sérgeymslu.
Húsið er steinsteypt fjöleignarhús á þremur hæðum, alls 16 eignarhlutar. Lóðin er sameiginleg. Lóð er frágengin, malbikuð bílastæði í sameign eru framan við húsið.
Vel skipulögð íbúð á annarri hæð. Mikil nálægð við sundlaug, íþróttasvæði og Menntaskólann á Egilsstöðum. Stutt í alla helstu þjónstu, afþreyingu og útivist.
Ýtið hér fyrir staðsetningu.