Skráð 14. okt. 2022
Deila eign
Deila

Katadalur

Jörð/LóðNorðurland/Hvammstangi-531
266.4 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
356.000 kr.
Brunabótamat
9.200.000 kr.
Þvottahús
Fasteignanúmer
2134779
Húsgerð
Jörð/Lóð
Nes Fasteignasala kynnir eignina Katadal og Katadal 1, 531 Hvammsstanga.
Um er að ræða mjög áhugaverða jörð á Vatnsnesi í  um 40 km  aksturfjarlægð frá Hvammstanga.  Jörðin dregur nafn sitt af samnefndum dal og er um 660 ha að stærð. Íbúðarhúsið á jörðinni stendur á sérmetinni 1000 fm lóð sem nefnd er Katadalur 1 í fasteignaskrá. Báðar eignirnar seljast því saman. Neysluvatn er sjálfrennandi tekið úr uppsprettu ofan við bæinn. Þar innar í hlíðinni er einnig lítil vatnsaflsvirkjun sem þjónar jörðinni Katadal og nærliggjandi jörð. Ljósleiðari hefur verið lagður að bænum.

Nánari lýsing    

Ekið er af þorgrímsstaðavegi yfir Hrísás í Katadal
Tvær jarðir eru í dalnum og skiptir Katadalsá sem rennur eftir miðjum dalnum löndum. Jörðin Katadalur er fyrrum klausturjörð og liggur í austanverðum dalnum frá Katadalsá að vatnaskilum.  Aðliggjandi jarðir eru Egilsstaðir í Katadal, Tjörn að norðan,  Ægissíða að austan og Vesturhópshólar að sunnan. Í fjallinu austan við bæinn er mikið og eftirsótt rjúpnaland. 16 kw. smávirkjun er í hlíðinni í landi Katadals og er rafstöðin í sameign Katadals og Egilsstaða. Rafmagn er 3ja fasa tengt í hús. Vatnsréttindin eru þó í eigu katadals. Rafstöðin sér bænum fyrir rafmagni til heimilisnota og upphitunar.
 
Vandað íbúðarhús er á jörðinni sem byggt var 2007, samtals 258.4 fm að stærð skv skráningu FMR. Þar af er íbúðarhluti hússins 154.4 fm. Húsið er kanadískt einingahús á steyptri hæð. Að utanverðu er hlaðin veðurkápa með ljósum múrsteini sem gefur húsinu sérstakt yfirbragð. Gengið er af palli í forstofu, innbyggðir fataskápar of flísar á gólfum. Inn af forstofu mynda stofa og eldhús alrými. Þar eru náttúruflísar á gólfi.  Í eldhúsi er falleg hvít innrétting.  Eldunarhella er bæði gas- og rafmagn. Úr eldhúsi er gengt í þvottahús þar eru flísar á gólfi.
Stofan er björt og þar er vegleg frístandandi kamína.  Áfast stofu er sólskáli með innfrarauðum saunaklefa.
Á svefnherbergisgangi eru baðherbergi og þrjú svefnherbergi. Tvö þeirra eru með innbyggðum fataskápum. Þar er parket á gólfum.  Baðherbergi er flísalagt með salerni og sturtu.
Rauðeik er í innihurðum og skápum.
 
Undir húsinu er 104 fm vélageymsla með góðri lofthæð sem skráð er sem bílskúr í fasteignamati.  Lítill hænsnakofi er áfastur húsinu framan við vélageymsluna.

Gömul fjárhús eru á jörðinni, sú bygging er ónýt en skráð stærð er 154,5 fm skv. FMR.

Húsið er sambyggt gömlum súrheysturni.  Gert er ráð fyrir að gengt verði úr íbúðinni um þvottahús og einnig úr vélageymslunni inn í turninn þegar hann hefur verið innréttaður. Með þeim hætti mun þá verða innangengt úr íbúðinni um turninn í vélageymsluna á neðri hæðinni.
 
Hér er um sérstaklega áhugaverða eign að ræða.
Heilsársbúseta er nú á Katadal en staðurinn er einnig ákjósanlegur til að nota til frístundadvalar. 

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala. Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignanúmer
2134779
Húsmat
1.945.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
1.945.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 1960
Fasteignanúmer
2134779
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
256.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
256.000 kr.
Brunabótamat
7.500.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1953
8 m2
Fasteignanúmer
2134779
Byggingarefni
Steypt
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
363.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
363.000 kr.
Brunabótamat
1.700.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 2007
258.4 m2
Fasteignanúmer
2321371
Byggingarefni
Steypa+timbur
Byggingarstig
4 - Fokheld bygging
Húsmat
11.760.000 kr.
Lóðarmat
2.940.000 kr.
Fasteignamat samtals
14.700.000 kr.
Matsstig
4 - Fokheld bygging
Mynd af Þórarinn Halldór Óðinsson
Þórarinn Halldór Óðinsson
Lögg. fasteignasali
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache