Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala
Hamarstígur 30
**Eignin er seld með fyrirvara**
Um er að ræða fallegt fimm herbergja einbýlishús á tveimur hæðum. Hellulögð bílastæði bæði vestan og sunnan við hús og 10 fm. upphitaður geymsluskúr á lóð.
Húsið er endurbyggt á gömlum grunni fyrir ca 6 árum síðan. Lóðin var einnig endurnýjuð umhverfis húsið og er þar um 115 fm. timburverönd með heitum potti, köldu kari og útisturtu.
Eignin skiptist í forstofu, snyrtingu, gestaherbergi/vinnuherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, forstofu við bakdyrainngang, þvottahús á 1. hæð, geymsla í kjallara innangengt úr forstofu við bakdyrainngang. Á efri hæð er rúmgott sjónvarpshol, baðherbergi og þrjú svefnherbergi.
Forstofa við aðalinngang með flísum á gólfi.
Snyrting með flísum á gólfi og hluta veggja, upphengt wc, vaskur og opnanlegur gluggi.
Herbergi á 1. hæð með parketi á gólfi og rennihurð, 6,4 fm. skv. teikningu. Notað sem gesta-/vinnuherbergi.
Lítil geymsla er undir stiga.
Stofa, borðstofa og eldhús með parketi á gólfi. Úr borðstofu er útgengi út á verönd. Góð innrétting í eldhúsi með flísum milli efri og neðri skápa, stæði fyrir uppþvottavél, span helluborð og bakaraofn í vinnuhæð.
Úr eldhúsi er farið inn á forstofu/bakdyrainngang og þaðan svo annars vegar niður í kjallararýmið og hins vegar í þvottarýmið.
Þvottahús með opnanlegum glugga, ekki stórt rými en vel nýtt. Stæði fyrir þvottavél og þurrkara og ísskáp.
Geymslan í kjallaranum er skráð 5,7 fm. að stærð og er lofthæðin þar um 190 cm.
Sjónvarpshol rúmgott með parketi á gólfi, lofthæðin er þar mest 350 cm.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggir að hluta. Baðkar og sturta með glerskilrúmi, innrétting við vask og speglaskápur. Opnanlegur gluggi og einnig opnanlegur þakgluggi á baði.
Svefnherbergin eru 3 á efri hæðinni, öll eru þau með parketi á gólfi. Stór skápur í einu þeirra og einfaldur skápur í tveimur. Góð lofthæð er í herbergjunum og eru þau einnig að hluta undir súð.
Annað:
Eins og áður segir er eignin endurbyggð á gömlum grunni og var húsið áður á einni hæð ásamt háalofti, þakið var því tekið af og bætt var við hæð og því eignin orðin tveggja hæða, hátt er til lofts á efri hæðinni um 3,50 m þar sem það er hæst og eru rýmin þar að hluta undir súð. Skólp, frárennsli, heitt og kalt vatn endurnýjað sem og rafmagn, rafmagnstafla, viðhaldsfríir plastgluggar í öllu húsinu og húsið klætt með álbáru.
Allar innréttingar og tæki í eldhús, baðherbergi, snyrtingu endurnýjað, sem og innihurðir og gólfefni. Nettenglar í öllum rýmum og ljósleiðari tengdur. Snjógildrur á þaki, steypt stétt að aðalinngangi hússins upphituð með affalli af húsinu, aðrar stéttar og plön eru hellulagðar. Snúrustaur og 10 fm. einangraður og upphitaður geymsluskúr á lóð.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
berglind@byggd.is
olafur@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955