Snyrtileg og vel skipulögð 5 herbergja íbúð á efri hæð og í risi í bárujárnsklæddu timburhúsi við Vesturgötu í Reykjavík.
Íbúðin er skráð 109,2 fm. að stærð en gólfflötur hennar er töluvert stærri þar sem hluti sjónvarpsherbergis í risi gengur undir súð.
Sameiginlegur inngangur að framan og sérinngangur að aftan.
Húsið stendur á eignarlóð.
Hér er hægt að sjá eignina í 3DFáðu söluyfirlitið sent samstundis með því að smella hérNánari lýsing: Komið er inn í sameiginlega forstofu frá sameiginlegum inngangi að framan.
Þaðan er inngangur og stigi upp í íbúðina.
Einnig er hægt að ganga inn um sérinngang í íbúðina baka til.
Tvær stofur í opnu rými (sameinaðar) eru á hæðinni með gólffjölum á gólfi.
Eldhús og borðstofa í sameiginlegu rými með snyrtilegri innréttingu og gólffjölum á gólfi.
Baðherbergi er með dúk á gólfi, baðkeri með sturtu og snyrtilegri innréttingu. .
Svefnherbergi eru þrjú á hæðinni og hol fyrir framan inngangana, öll með gólffjölum.
S
jónvarpsherbergi í risi með gólffjölum á gólfi og er nýtt í dag sem svefnherbergi.
Geymsluloft er í risi yfir lægri hluta íbúðar.
Út frá eldhúsi er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara á stigapalli og stigi niður að sérinngangi baka til og
að sameiginlegu
þvottahúsi sem er í kjallara hússins ásamt sér geymslu fyrir íbúðina. Þar er einnig útgangur
út á sameiginlega eignarlóð. Þrjú bílastæði eru þar, sameiginlegur sólpallur, grasblettur og beð.
Eitt bílastæði fylgir eigninni. Köld sameiginleg geymsla er undir dyrapalli að aftan.
Skólp- og drenlagnir hússins voru lagfærðar 2013, tröppur og stigapallur framan og aftan við hús voru lagfærð að hluta 2019
Pottofnar eru í íbúðinni og danfoss ofnastillar.
Húsið var byggt 1915. Sólpallur í sameign hússins nær út yfir lóðarmörk skv. gögnum Reykjavíkurborgar.
Allar nánari upplýsingar um eignina veita:
Jón Norðfjörð, aðst.fasteignasala, í námi til löggildingar, í síma 899-9959 eða jon@remax.is****
Hörður Björnsson, löggildur fasteignasali í síma 414-4700.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
Skoðunarskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.