** EIGNIN ER SELD, MEÐ FYRIRVARA **
DOMUSNOVA fasteignasala og Aðalsteinn Bjarnason Lgf.(s. 773-3532 / adalsteinn@domusnova.is) kynna í sölu fallega 4 herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi og stórri timburverönd með skjólveggjum við Ljósavík 32 í Reykjavík. Um er að ræða bjarta endaíbúð með góðri stofu, opnu eldhúsi, sjónvarpsholi, þremur afar rúmgóðum herbergjum, baðherbergi og sér þvottaherbergi innan íbúðar ásamt geymslu inn af sameign. Við stofu og eldhús er afar rúmgóð timburverönd sem er alveg afgirt með skjólveggjum. Einnig er útgengi á litla hellulagða verönd og sameiginlegan garð úr hjónaherbergi. Fjölbýlið er afar vel staðsett innst í botlanga og er því róleg gagnvart umferð. Fallegt útsýni út á Faxaflóa með Esjuna í bakgrunn.
AFAR VEL SKIPULÖGÐ OG RÚMGÓÐ ÍBÚÐ Í EFTIRSÓTTU HVERFI Í GRAFARVOGI ÞAR SEM STUTT ER Í ALLA HELSTU ÞJÓNUSTU ÁSAMT LEIK-, GRUNN OG FRAMHALDSSKÓLA. ÝMSAR VINSÆLAR GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR OG ÚTIVISTASVÆÐI ÁSAMT GOLFVELLI Í NÆSTA NÁGRENNI.Nánari lýsing eignar:Komið er inn í flísalagða
forstofu með skáp og hurð með gleri inn í alrými. Inn af forstofu er komið í
hol með glugga sem nýtt er sem
sjónvarpshol. Í framhaldi er komið í bjart
alrými með rúmgóðri
stofu og opnu
eldhúsi. Eldhús er stílhreint með viðarklæddri innréttingu og grárri borðplötu. Innrétting með efri og neðri skápum og ljósgráum flísum á milli. Ofn er í vinnuhæð ásamt helluborði og viftu. Inn af gangi við hol eru
þrjú rúmgóð herbergi,
þvottaherbergi og innst af gangi er
baðherbergið. Baðherbergi er með baðkari og salerni ásamt hvítri innréttingu með grárri borðplötu. Skápar eru undir vaski og á vegg ásamt góðum spegli með lýsingu. Gólfefni á íbúð er parket á stofu, sjónvarpsholi, gangi og herbergjum. Flísar eru á anddyri, eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi. Fyrir utan stofu og eldhús er mjög rúmgóð og
afgirt timburverönd með hurð út á gangstíg að húsi. Aftan við hús er svo
hellulagður afnotareitur ásamt garði sem útgengi er á frá hjónaherbergi.
Lýsing eignarhluta:
Anddyri: Með góðum skáp og flísum á gólfi. Falleg frönsk forstofuhurð.
Stofa: Opin og björt með glugga á tvo vegu og parketi á gólfi.
Eldhús: Með stílhreinni viðarklæddri innréttingu með grárri borðplötu, efri og neðri skápum og ljósgráum flísum á milli. Ofn í vinnuhæð ásmt helluborði og viftu. Flísar á gólfi.
Sjónvarpshol: Stúkað af með léttum vegg frá stofu. Opnanlegur gluggi. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott 13,2 fm herbergi með góðum skápum, parketi á gólfi og góðum glugga ásamt hurð út á verönd og garð.
Barnaherbergi: Mjög rúmgott 12,2 fm herbergi með góðum skápum, parketi á gólfi og góðum glugga.
Barnaherbergi: Mjög rúmgott 12,2 fm herbergi með góðum skápum, parketi á gólfi og góðum glugga.
Baðherbergi: Með hvítri viðarinnréttingu með grárri borðplötu, skápum undir vaski og á vegg ásamt góðum spegli með lýsingu. Einnig er baðkar og salerni sem og flísar hátt og lágt.
Þvottahús: Með borðplötu og vaski ásamt tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi.
Verönd: Mjög rúmgóð c.a 35 fm timburverönd og afgirt með skjólvegg ásamt hurð út á gangstíg að húsi.
Garður: Sameiginlegur garður utan sérafnotareita.
Geymsla: Inn af sameign í enda hússins. Stærð geymslu er 6,9 fm.
Hjólageymsla: Sameiginleg í sameign hússins. Inngangur við norðurhlið.
Bílastæði: Alls um 12 sameiginleg stæði við húsið.
Allar nánari upplýsingar veita:Aðalsteinn Bjarnason S. 773-3532 adalsteinn@domusnova.is - Löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala.
Margrét Rós Einarsdóttir S. 856-5858 margret@domusnova.is - Aðstoðarmaður fasteignasala, í námi til löggildingar.
*** FRITT-FASTEIGNAVERÐMAT ***Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar, almennt á bilinu kr. 50.000 - 75.000. Nánar um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu kr. 67.900.