EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN
Rúmgóð og björt 3ja herbergja endaíbúð og útsýnisíbúð á annarri hæð (efstu hæð) með sér inngang af svölum við Ásgarð 24A í Reykjavík. Suður svalir á bakhlið hússins með miklu og fallegu útsýni. Húsið var byggt árið 1992. Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 88,9fm. og þar af er geymsla 5,1fm.
Nánari lýsing:Forstofa með góðu skápaplássi og flísum á gólfi.
Eldhús er opið við stofu með snyrtilegri hvítri/beiki innréttingu með góðu skápaplássi, flísar á milli skápa, tengi fyrir uppþvottavél og parket á gólfi.
Stofa/borðstofa mjög björt og rúmgóð með miklu og fallegu útsýni, parket á gólfi. Útgengi út á suður svalir með fallegu útsýni.
Hjónaherbergi rúmgott með innbyggðum skáp og nýlegt parket á gólfi.
Svefnherbergi með skáp og nýlegt plastparket á gólfi.
Baðherbergi var endurnýjað 2016, sturtuklefi, handklæðaofn, innrétting, upphengt salerni, tengi fyrir þvottavél og flísalagt í hólf og gólf.
Geymsla íbúðar er í kjallara hússins 5,1fm.
Í sameign er vagna- og hjólageymsla.
Þakdúkur á þaki hússins var endurnýjaður í september 2022.
Baðherbergi endurnýjað árið 2016.
Hér er um að ræða fallega eign á einum af vinsælustu stöðum í Reykjavík. Mikið og fallegt útsýni. Stutt í alla almenna þjónustu, skóla, leikskóla og leiksvæði. Eign sem vert er að skoða.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 899-5949 eða á netfanginu gudbjorg@trausti.is og Viktoría R. Larsen löggiltur fasteignasali í síma 618-5741 eða á netfanginu viktoria@trausti.is