Skráð 29. júlí 2022
Deila eign
Deila

Hraunkimi (Eignarlóð) 33

Jörð/LóðVesturland/Reykholt í Borgarfirði/Reykholt (Borgarfirði)-320
2500 m2
Verð
4.500.000 kr.
Fermetraverð
1.800 kr./m2
Fasteignamat
1.050.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 1582
Fasteignanúmer
F2334731
Húsgerð
Jörð/Lóð
Lóðarréttindi
Eignarlóð

Fasteignaland kynnir:

Hraunkimi 33, lóð í landi Kolsstaða II ásamt sameign í jörð.

Jörðin Kolsstaðir II er í eigu 14 eiganda sumarhúsalóða á svæðinu. Lóð nr. 33 er 2.500 fm eignarlóð og henni fylgir 6.06% hlutdeild í jörðinni. Samkomulag er milli þessara 14 eigenda að skipulagðar lóðir 42-67 verði ekki byggðar og því mun eignarhald ekki breytast frekar á sameign.

Keyrt er eins og verið sé að fara í Húsafell. Móts við bæinn StóraÁs (á hægri hönd) er beygt til vinstri og farið yfir brúna yfir Hvítá. Þar beygt til hægri og keyrt upp Hvítársíðuna eins og verið sé að fara í hellinn Víðgelmi og nokkuð áður en þangað er komið, í hrauninu, er beygt inn á jörðina Kolsstaði II, Hrauntunga, einkavegur, sjá mynd. Veginum inn hverfið er fylgt í suður, svo aflýðandi til vesturs og aftur aflýðandi til suðurs. Þegar komið er nokkuð vel inn afleggjarann þá er komið yfir hæð og við blasir framundan blár gámur. Skal þá stoppað um leið og gáumurinn blasir við og lóð nr. 33 er þá á vinstri hönd, til austurs. Sjá leiðarlýsingu að landinu á mynd.

Lóðin nr. 33 er á mjög grónu svæði, gott útsýni til Oks, Lang- og Eiríksjökuls, Strúts og auk þess sést niður til Húsafells og stutt er að fara á Arnarvatnsheiði. Gott berjaland er á jörðinni, stutt er í mikla þjónustu í Húsafelli, s.s. sundlaug, golfvöllur, hótel, veitingastaður, leiksvæði fyrir börn og fleira.


Upplýsingar gefa: 
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali s. 893-1485, netfang: heimir@fasteignaland.is
Árni Björn Erlingsson, löggiltur fasteignasali s. 898-0508, netfang: arni@fasteignaland.is

 

Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Heimir Hafsteinn Eðvarðsson
Heimir Hafsteinn Eðvarðsson
Löggiltur fasteigna-og skipasali, framkvæmdastjóri
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache