Fasteignasalan TORG kynnir :
Stór glæsilegt og einstaklega bjart mikið endurnýjað 289,7fm endaraðhús ásamt 11,2fm óskráðri sólstofu og 28fm bílskúrs, samtals : 328,9fm enda raðhús við Birkihlíð 16 í Suður hlíðunum með fallegu útsýni. Eignin skiptist eftirfarandi : Miðhæð : forstofa, eldhús, sólstofa, stofa /borðstofa og sjónvarpsherbergi. Rishæð : Sjónvarpsherbergi, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Kjallari : Rúmgott alrými, tvö rúmgóð herbergi, baðherbergi og geymsla. Sérstæður bílskúr fyrir framan hús. Fallegur vel hirtur garður beggja vegna hússins. Stór verönd út frá sólstofu til suð/vesturs. Möguleiki á að gera aukaíbúð í kjallara. Húsið er nýlega tekið í gegn að utan, hús og gluggar málaðir og skipt um járn og pappa á þaki. Nánari upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á Helgi@fstorg.is
MIÐHÆÐ :
Forstofa með innbyggðum sprautulökkuðum fataskápum, náttúruflísar og hiti í gólfi.
Gestasalerni með flísum á veggjum, náttúruflísar og hiti í gólfi. Opnanlegur gluggi.
Eldhús er mjög rúmgott með glæsilegri hvítri innréttingu, mjög mikið skápapláss, corian borðplötum. Fallegar glerflísar á milli skápa. Bosch uppþvottavél og ofn í vinnuhæð. Innbyggður ísskápur ásamt frysti. Gluggar á þrjá vegu, með náttúruflísum og hita á gólfi. Mjög rúmgóður borðkrókur.
Sólstofa er innaf eldhúsinu
með náttúruflísum á gólfi og stórri rennihurð út á timburverönd og þaðan niður í garðinn að framan verðu. Mjög fallegur gróður með miklum gróðri og þaðan út á hellulagða stétt með hitalögn. Mikil veðursæld og gott skjól.
Stofa-borðstofa eru rúmgóðar með parketi á gólfi og útgengi út í hellulagða verönd og þaðan niður hellulagðar tröppur niður í skjólsælan fallegan bakgarð með timburverönd skjólveggjum. Falleg grjóthleðsla með gróðri.
Sjónvarpsherbergi er innaf stofu með parketi á gólfi. (Möguleiki á að breyta í svefnherbergi).
Steypur hringlaga parketlagður stigi er upp á aðra hæð.
RISHÆÐ :
Sjónvarpshol er rúmgott með parketi á gólfi. (Möguleiki á að breyta í svefnherbergi). Mikil lofthæð. Þakgluggar hleypa mikilli birtu inn í rýmið.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og inn af þvi er fataherbergi með parketi á gólfi og fínum hirslum og fataslám. Útgengt er út á stórar suð/vestur svalir með glæsilegu útsýni.
Baðherbergið er mjög rúmgott með stórri sturtu og baðkari, upphengt salerni og handklæðaofn. Falleg hvít innrétting með corian borðplötu og stórum hvítum vaski. Skápar með speglahurðum. Vönduð blöndunartæki. Flísar á gólfi og veggjum.
Tvö rúmgóð svefnherbergi að hluta undir súð með fataskápum og parketi á gólfi.
Þvottahús með flísum á gólfi ásamt borðplötu með skolvaski, góðar hillur.
KJALLARI :
Steyptur hringlaga parketlagður stigi niður í kjallarann.
Tvö rúmgóð svefnherbergi með fartaskápum parket á gólfi.
Alrými mjög rúmgott með parketi á gólfi (gert er ráð fyrir eldhúsinnréttingu í rýminu).
Baðherbergi með stórri flísarlagðri sturtu og salerni, flísar á gólfi og veggjum.
Geymsla með hillum, dúkur á gólfi.
Annað : Til eru teikningar af íbúð sem hægt væri að innrétta í kjallara og gera sérinngang inn í íbúðina, gengið væri þá inn í íbúðina fyrir aftan hús, úr garðinum.
Bílskúrinn er með steyptu gólfi og rafdrifnum hurðaropnara. Neysluvatn og skolvaskur.
Garður : glæsilegur mjög vel hirtur og skjólsæll með miklum gróðri, verandir beggja vegna húss.
Staðsetning og nærumhverfi:
Frábær staðsetning, í göngufæri í náttúruna í Öskjuhlíð sem er einstakt útivistarsvæði og Nauthólsvík þar sem Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur starfrækir siglingaklúbbin Siglunes og Ylströndina í Nauthólsvík, sem er vinsæl baðströnd. Góðir hjóla- og göngustígar liggja meðfram sjónum niður í Nauthólsvík og upp í Elliðarárdal. Perlan er í göngufæri. Næstu grunnskólar eru
Suðurhlíðaskóli og
Hlíðaskóli. Einnig er
Klettaskóli sem er sérskóli í göngufæri. Næsti leiksskóli er Sólborg sem er í göngufæri, annars eru 8 leiksskólar í hlíðunum.
Fasteignamat fyrir 2023 verður : 136.650.000.-kr
Nánari upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á helgi@fstorg.is