Skráð 23. ágúst 2021
Deila eign
Deila

Berserkjahraun

Jörð/LóðVesturland/Stykkishólmur-341
9500000 m2
Verð
120.000.000 kr.
Fermetraverð
13 kr./m2
Fasteignamat
2.422.000 kr.
Brunabótamat
8.770.000 kr.
Fasteignanúmer
2115371
Húsgerð
Jörð/Lóð
Númer hæðar
0
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Samkvæmt fasteignamati er jörðin 950 ha. að stærð og liggur frá frá Selvallavatni (á Vatnaleið) og til sjávar í Hraunvík.   Bæjarstæði jarðarinnar er ca. 18 km. frá Stykkishólmi.
Hluti lands jarðarinnar austan þjóðvegar á Vatnaleið er í óskiptri sameign með jörðinni Hraunhálsi.

Jörðinni tilheyrir stór hluti Berserkjahrauns.

Bæjarstæði er austan og norðan  Berserkjahrauns. Gróið land er í kringum bæjarstæðið og eru þar m.a. gömul tún. Hentar það svæði  vel til beitar.  Engin mannvirki eru á jörðinni önnur en gamalt íbúðarhús sem er ónýtt. Friðaðar tóftir eru á túninu.

Í Selvallavatni er nokkur veiði.

Berserkjahraun og Selvallavatn eru skráð á Náttúruminjaskrá sem „Aðrar náttúruminjar“

„227. Berserkjahraun, Hraunsfjörður og nálæg vötn, Stykkishólmi (áður Helgafellssveit). (1) Berserkjahraun allt og Hraunsfjörður innan Seljaodda ásamt Selvallavatni, Hraunsfjarðarvatni og Baulárvallavatni. (2) Stórbrotið apalhraun með gíghólum og söguminjum, Berserkjagötu og Berserkjadys. Lífauðugar fjörur, veiðivötn. Kjörið útivistarsvæði.“ 

Engar opnar námur er í landi jarðarinnar en áður voru þar bæði vikur- og hraunnámur.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
PK
Pétur Kristinsson
Lögmaður/löggiltur fasteignasali
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache