---- EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA ----
ELKA lgf. hjá Fasteignasalan TORG kynnir mjög fallega 2ja herbergja rúmgóða íbúð á annarri hæð með 34,9 m² suður þaksvölum í nýlegu fallegu lyftuhúsi við Garðatorg 4C í Garðabæ. Íbúðinni fylgir stæði í lokaðri bílageymslu sem er innangeng úr sameign hússins. Íbúðin er skráð skv þjóðskrá 76,5 m², þar af er geymsla 7,7 m². Fasteignamat 2023 er 67.250.000 kr. Eignin getur verið laus við kaupsamning.
-- Bókun í einkaskoðun ásamt upplýsingum um eignina veitir Elka í síma 863-8813 og elka@fstorg.is ---
NÁNARI LÝSING:
Íbúðin er mjög björt og falleg með góðu útsýni til suðurs af óvenjulega rúmgóðum suðursvölum.
Gengið er inní
forstofu með góðum skáp.
Svefnherbergi er rúmgott með stórum skáp.
Baðherbergi flísalagt með góðri innréttingu og sturtu. Handklæðaofn.
Þvottaaðstaða er í innréttingu sem er haganlega komið fyrir inni á baðherberginu. Gólfhiti er á baðherbergi/þvottahúsi.
Rúmgóð
stofa og
eldhús í sama rými með útgengi á góðar þaksvalir sem snúa til suðurs og fallegu útsýni.
Allar innréttingar eru af vandaðri gerð frá GKS. Eldhúsinnrétting hefur verið stækkuð frá upprunalegri teikningu.
Gólfefni er harðparket frá Harðviðarvali.
Hægt er að loka svölum að hluta undir efri svölum og þarf ekki sérstakt samþykki húsfélags fyrir því.
Búið er að leggja rafmagn fyrir hleðslu bíla í bílakjallara en bílahleðslutæki er séreign hvers og eins.
Hússjóður er ca 30.000 kr. mánuði.
Garðatorgið er miðbær Garðabæjar og þar er örstutt göngufæri í matvöruverslun, margs konar þjónustu, matsölustaði, heilsugæslu og fleira.
Nánari upplýsingar veitir Elka Guðmundsdóttir lgf í síma 863-8813 eða á netfangið elka@fstorg.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Torg fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- ..Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.