Björgvin Þór Rúnarsson Löggiltur fasteignasali og Fasteignaland fasteignasala kynna einstakt tækifæri í ferðaþjónustu, jörðina Kjóastaði 2 við Biskaupstungnabraut, einungis fimm mínútur akstur frá vinsælustu áfangastöðum landsins Geysi í Haukadal og Gullfoss á Gullna hringnum, mitt á milli Geysis og Gullfoss.
Um er að ræða einstaka jörð að ræða á Gullna hringnum, rétt utan við Geysi á leiðinni að Gullfossi. Mikil tækifæri til áframhaldandi uppbyggingar ferðaþjónustu.
Stórglæsileg ferðaþjónusta þar sem eigendur hafa byggt upp öflugan rekstur á löngum tíma.
Magnificent property where the owners have built up a strong tourism industry over a long period of time. All houses and guest houses are comfortably furnished and decorated in the spirit of equestrianism and rural romance.
Nánari upplýsingar veittar á bjorgvin@fasteignaland.is
Í dag eru Geysir Hestar á Kjóastöðum, hestaleiga sem býður uppá styttri hestaferðir um nágrennið ásamt gistingu og veitingasölu.
Alls eru sjö hús á eigninni, þrjú lítil gistihús með aðstöðu fyrir fjóra til sex gesti, stórt gistihús með alls 8 herbergjum þar sem þrjú eru fjögurra manna og fimm eru tveggja manna, alls 22 rúm, eitt hús sem hýsir starfsmenn, stórt hesthús ásamt stórum matsal og vel útbúnu veislueldhúsi, og einbýlishús núverandi eigenda.
Alls er jörðin 176,8 ha að stærð samkvæmt Þjóðskrá Íslands, með um 80 ha af ræktuðu landi.
Mikið útsýni er til allra átta og yfir hverasvæðið á Geysi, Langjökul, Jarlhettur og víðar. Miklar og góðar reiðleiðir eru um allt nágrennið, en áður voru farnar lengri ferðir yfir Kjöl frá Kjóastöðum, enda jörðin staðsett á hálendisbrúninni.
Mikil tækifæri eru að byggja áfram upp enn öflugri ferðaþjónustu á góðum grunni.
Öll hús og gistihús eru haganlega útfærð og skreytt í anda hestamennskunnar og sveitarómantíkur
Eigendur hafa gert samning um útleigu á hluta túns norðan við húsin fyrir hringlaga tjöld og getur sá samningur fylgt með í kaupunum.
Nánari lýsing eignar.
Einbýlishús:
Um er að ræða timburhús alls 115,9 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands.
Anddyri er flísalagt og rúmgott
Hol er með parketi á gólfi og þar er stór og björt borðstofa með útgengi út á timburverönd í austur.
Til hægri er björt og rúmgóð stofa og þaðan er útgengt út á stóra timburverönd í suður. Mikið útsýni er úr stofunni.
Eldhús er með snyrtilegri viðarlitaðri innréttingu og góðu skápaplássi. Tengi fyrir uppþvottavél.
Herbergin eru alls þrjú, tvö minni barnaherbergi og rúmgott hjónaherbergi með góðum skápum
Baðherbergið er með sturtuklefa og flísalagt gólf.
Þvottahús.
Stórt gistihús.
Stóra gistihúsið er alls 192,2 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands. Í því eru alls átta herbergi, þar af eru þrjú fjögurra manna en fimm tveggja manna. Salernisaðstaða er góð og sturtuaðstaða einnig, alls eru fjórar sturtur og fjögur salerni í húsinu.
Í suðurenda hússins er stór setustofa fyrir gesti með miklu útsýni yfir Geysissvæðið og sést Strokkur gjósa reglulega þaðan. Í setustofunni er kaffiaðstaða og kæliskápur fyrir gesti.
Húsinu hefur verið vel við haldið og er það haganlega innréttað og fært í skemmtilegan "rustic" stíl.
Húsið er timburhús á steyptum grunni.
Lítil gistihús
Alls eru fjögur minni hús í þyrpingu á hlaðinu. Þrjú þeirra eru 28,7 fm samkvæmt Þjóðskrá Íslands.
Húsin eru með gistiaðstöðu fyrir fjóra til sex, ásamt eldhúskrók, setustofu og baðherbergi
Húsin eru timburhús á súlum.
Starfsmannahús
Starfsmannahúsið er timburhús á steyptum grunni og alls 23,1 fm. Fjögur herbergi eru í húsinu.
Hesthús, hlaða, veislueldhús, borðsalur
Hesthúsið er með 21 stíu, eins til tveggja hesta. Inn af hesthúsinu er hnakkageymsla og reiðtygi fyrir alls 30-40 manns, ásamt göllum og reiðhjálmum fyrir alls 25 manns. Allur búnaður til rekstrar hestaleigu fylgir.
Í anddyri hesthússins er stór setustofa og inn af henni er stór og fallegur borðsalur með framreiðsluborði með veitingaleyfi fyrir 44 manns. Allur borðbúnaður er til staðar og fylgir
Inn af borðsalnum er mjög gott eldhús/búr með öllum tilheyrandi tækjum.
Karla- og kvennasalerni eru í anddyri að borðsalnum.
https://www.geysirhestar.com
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignaland fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.