Skráð 30. jan. 2023
Deila eign
Deila

Emburhöfði 0

Jörð/LóðVesturland/Búðardalur-371
93.2 m2
Verð
Tilboð
Fasteignamat
309.000 kr.
Brunabótamat
3.830.000 kr.
Fasteignanúmer
2117610
Húsgerð
Jörð/Lóð
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Björgvin Þór Rúnarsson löggiltur fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna í einkasölu Emburhöfða fallega gróna eyju fyrir innan Hvammsfjarðarröst  með fögru útsýni frá háum hólum yfir söguslóðir elstu Íslendingasagna, með frábæru bátalægi, dúntekju og óspilltri náttúru,.

Emburhöfði er fyrir löngu komin í eyði, en er þó lögbýli. Henni fylgja þrjár eyjar aðrar, Nautey, Litla-Nautey og Díanes og er hægt að komast fótgangandi á milli þeirra allra á fjöru. Alls eru þessar eyjar áætlaðar um 2,5 ferkm. að flatarmáli, en þar er þó ekki um nákvæma tölu að ræða.
Emburhöfði er stærsta eyjan, svo Nautey, litla Nautey, Díanes og Borgundahólmar.
Eigendur hafa verið að fá þetta 13 til 20 kg af hreinsuðum dún á ári og góðar tekjurr af dúntekjunni.
Vatni er dælt uppúr brunni sem er við húsið sem notað er í wc og sturtu og til að sjóða vatn.
Gas ísskápur, eldavél og hitari fyrir vatnið. 
Gistiaðstaða fyrir um 12 manns.


Sumarbústaður timbur byggður 1985, 10,9m2 hús + svefnloft.
Starfsmannahús timbur 52m2 byggt árið 2000.
Geymsla timbur. 29,7m2 byggt 2008 
2 stk sólarsellur, 1 vindmylla, rafstöð, 3 stórir geymar.
2 stk útungunarvélar, vatnsdæla og fullt af verkfærum.
Zodik linbotna bátur / mótor 50 hestöfl fylgir með i kaupunum.

Hvað eru eyjarnar á Breiðafirði margar?
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins. Mynni hans er 70 km á breidd. Innan til, þar sem hann er grynnri og mjórri, eru nær óteljandi eyjar, um það bil 2700-2800 með einhverjum gróðri sem þrífst á landi, og auk þess fjöldamörg sker og boðar. Ýmsar þessara eyja voru byggðar fyrrum en langflestar þeirra eru nú í eyði.
Eyjarnar eiga að hafa myndast undan afli skriðjökla á ísaldartímanum. Eyjarnar eru flatlendar og jarðlögin svipuð og á Vestfjörðum. Vestureyjar liggja á stórri megineldstöð sem kennd er við Flatey. Í mörgum eyjanna er mikil gróska og margar tegundir plantna. Stór hluti af hérlendum stofnum fugla eins og lunda, æðarfugls og teistu er á firðinum.Sagt er að fólk sem bjó við Breiðafjörð og á eyjunum hafi sjaldan eða aldrei liðið matarskort. Eyjarnar iða af fuglalífi og flesta fuglana má nytja. Auk þess var gnægð fisks og sjávarspendýra í flóanum, fjörubeit og fleira. Lífríki eða vistkerfi svæðisins er óvenju fjölþætt og stóð af sér harðæri sem komu verr niður annars staðar og ollu þá jafnvel fólksflutningum til Breiðafjarðarsvæðisins.

Nánari upplýsingar veita:
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Björgvin Þór Rúnarsson löggiltur fasteignasali / s.8551544 / bjorgvin@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignanúmer
2117610
Húsmat
1.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
1.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 2008
29.7 m2
Fasteignanúmer
2117610
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
2.600.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
2.600.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1985
10.9 m2
Fasteignanúmer
2117610
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
1.490.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
1.490.000 kr.
Brunabótamat
3.830.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 2000
52.6 m2
Fasteignanúmer
2117610
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
5.180.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
5.180.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Mynd af Björgvin Þór Rúnarsson
Björgvin Þór Rúnarsson
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Ásaheimar 0
Skoða eignina Ásaheimar 0
Ásaheimar 0
381 Reykhólahreppur
102 m2
Sumarhús
413
211 þ.kr./m2
21.500.000 kr.
Skoða eignina Auði-Hrísdalur
Skoða eignina Auði-Hrísdalur
Auði-hrísdalur
466 Bíldudalur
77 m2
Jörð/Lóð
Fasteignamat 105.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina Kirkjubraut 2
Skoða eignina Kirkjubraut 2
Kirkjubraut 2
460 Tálknafjörður
77.2 m2
Sumarhús
414
Fasteignamat 11.800.000 kr.
Tilboð
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache