*** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA ***
RE/MAX KYNNIR: Hjallavegur 9 - Snyrtileg 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í Ytri-Njarðvík. Eignin er afar vel skipulögð, með stórum svölum sem snúa í suður.
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá samtals 54,1 fm að stærð.
Eignin skiptist í forstofu/hol, eldhús, stofu/borðstofu, baðherbergi og svefnherbergi ásamt sér geymslu í sameign.
Vinsamlega hafið samband í síma 861-9307 // birna@remax.is til að bóka tíma fyrir skoðun.SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT SENT SAMSTUNDISEignin hefur fengið gott viðhald á síðustu árum: - Íbúðin var endurnýjuð að innan árið 2017 - skipt var um gólfefni, innihurðir og sérsmíðaðar innréttingar.
- Húsið var sprunguviðgert og málað að utan árið 2019.
- Sameignin var nýlega teppalögð og máluð.
- Skipt var um svalahurð og gler í gluggum íbúðinnar 2020.
- Rafmagnstafla endurnýjuð og skipt um alla tengla og slökkvara.
- Búið er að endurnýja neysluvatn.
Nánari lýsing:Forstofa/hol: Parket á gólfi og hvítur fataskápur.
Eldhús: Parket á gólfi, nýleg eldhúsinnrétting ásamt tækjum.
Stofa/borðstofa: Parket á gólfi, útgengt út á rúmgóðar suður svalir.
Svefnherbergi: Góður hvítur fataskápur og parket á gólfi.
Baðherbergi: Upphengt salerni, hvít innrétting, sturtuklefi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara og flísar á gólfi.
Í sameign er sér geymsla, sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Birna Rós Gísladóttir, aðstm. fasteignasala í síma 861-9307, eða á birna@remax.is og Gunnar Sverrir Harðarson lgf.Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk