Valborg fasteignasala kynnir í einkasölu; Dalahraun 15, 810 Hveragerði.
Nýlega fjögurra herbergja íbúð á fyrstu hæð.
Eignin er samtals 107,2 m² að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Íbúðin skiptist í eldhús, borðstofu/stofu, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og forstofu.
Íbúðin sjálf er 98,2 m² og sér geymsla á neðri hæð er 9 m².Sérinngangur er í íbúðina. Sérafnotaflötur utan við stofu er 18,9 m².
Sjá staðsetningu hér:
Upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861 6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.Nánari lýsing:Anddyri er með tvöföldum fataskáp.
Alrými samanstendur af eldhúsi, borðstofu og stofu.
Í
eldhúsi er hvít innrétting með dökkgrárri borðplötu. Þar er stór eyja með helluborði og góðu borðplássi.
Úr
stofu/borðstofu er útgengt út á hellulagða verönd er vísar til suðurs.
Baðherbergi er flísalagt. Hvít innrétting með handlaug & skápaplássi, handklæðaofn, upphengt wc & rúmgóð sturta. Á baðherbergi er tengi fyrir þvottavél & þurkara.
Hjónaherbergi snýr í suður. Þar er fjórfaldur fataskáp.
Svefnherbergi eru þrjú. Þau snúa öll í norður og eru öll með fataskápum.
Sérinngangur er í íbúðina.
Eignin er án gólfefna en baðherbergi er flísalagt.
Húsið er byggt úr steinsteypu, einangrað og klætt að utan með álklæðningu. Svalir og gangar eru steyptir. Snjóbræðsla í hellulagðri gangstétt fyrir framan hús.
Dalahraun 15 er fimm íbúða tvílyft hús. Á jarðhæð eru tvær íbúðir ásamt sameiginlegri
hjóla- og vagnageymslu.
Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is. Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.