ALLT fasteignasala sími
560-5500 kynnir Víkurhóp 37, birt stærð 79,9 fm. Nýbygging sem skilast full búin að innan sem og utan. Afhendingartími er í Mars 2023.
Um er að ræða íbúð í fjögurra íbúða raðhúsalengju, tvö svefnherbergi þegar skráð geymsla er talin með. Bílaplan er steypt með snjóbræðslu og lóð skv skilalýsingu. Þetta eru einu síðustu íbúðirnar í hverfi sem er orðið nær allt byggt. Íbúðirnar eru vel skipulagðar og vandaðar innréttingar. Skilast full búnar sbr skilalýsingu, en möguleiki er að fá eignirnar á fyrri byggingarstigum.
Staðsetning er góð, stutt í leik og grunnskóla ásamt þjónustu sbr matvöruverslun, apótek, hárgreiðslustofu, heilsugæslu, tannlækni, átvr o.fl.
Möguleiki er að semja við verktaka að fá eignina afhenta á fyrri byggingarstigum.
# Til að nálgast skilalýsingu ýtið hér # Til að nálgast teikningar ýtið hér. Nánari lýsing
Aðkoma steypt bilaplan með snjóbræðslu, lóð skv skilalýsingu og sólpallur.
Forstofa með flísum, fljótandi harðparket á öðrum stöðum
tvö
rúmgóð svefnherbergi, skápar í öðru þeirra.
Stofa og eldhús í opnu rými, með svalahurð út á sólpall. Eldhús fullgert með ofn, helluborði og ískáp.
Baðherbergi full klárað með með innréttingu, vask og blöndunartækjum. Salernisskálar verða vegghengdar með innbyggðum skolkassa. Walk in sturtuklefi með hertu öryggisgleri ásamt baðtækjum.
Þvottahús inn af forstofu með innréttingum. Flísar á gólfum.
Húsið er byggt á steypta sökkla og plötu, útveggir byggðir upp með timburgrind og klætt með aluzink Ral 7011, undir gluggum að framan og hliðum er bandsöguð klæðning brún að lit.
Rafmagn, lagnir, golfhiti ásamt stýringu fullklárað.
Kaupandi greiðir 0,3% af brunabótamati í skipulagsgjald þegar það verður lagt á.
Nánari upplýsingar og skoðunarbókanir veitir:
Páll Þorbjörnsson
löggiltur fasteignasali
pall@allt.is
560-5501 ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ
Víkurbraut 62, 240 Grindavík
Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:
Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.500.
Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 50.000 auk vsk.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir, er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002