Glæsilegt nýtt einbýlishús á vinsælli staðsetningu í Fossvoginum, Reykjavík.Húsið er á þremur hæðum, með 4 svefnherbergjum og innangengum bílskúr.
* Rúmgóður bílskúr
* 4 svefnherbergi og 2 fataherbergi
* Gólfhiti er í öllu húsinu en ofnakerfi í bílskúr
* 2 baðherbergi + gestasalerniNánari upplýsingar, skilalýsingu og teikningar er hægt að nálgast hjá:
Helen Sigurðardóttir lgf. Í síma 849-1921 eða helen@palssonfasteignasala.is
Páll Pálsson lgf. í síma 775-4000 eða palli@palssonfasteignasala.is
******palssonfasteignasala.is**********verdmat.is****Birt stærð eignar samkv. ÞÍ er 314,70 m2 og þar af er bílskúr skráður 33,80 m2.
Eignin skiptist í
Nánari lýsing og stærðir samkv. teikningu:Kjallari skiptist í hol, vinnurými, svefnherbergi 1, fataherbergi, baðherbergi og þvottahús.Hol er opið með stigapalli og
vinnurými til hliðar, væri hægt að nýta sem sjónvarpshol, skrifstofu osfrv.
Svefnherbergi 1 er með afmörkuðu
fataherbergi og rennihurð út á
verönd.
Baðherbergi er rúmgott og hægt væri að hafa þar bæði baðkar og sér-sturtu.
Inn af baðherbergi er
þvottahús, 9,5 m2.
1. hæð skiptist í anddyri, bílskúr, gang, gestasalerni, eldhús, borðstofu og stofu.Anddyri er opið með holi/gang, gert ráð fyrir góðu skápaplássi.
Eldhús,
borðstofa og
stofa eru í rúmgóðu opnu rými um 72,9 m2. Bjart og fallegt rými.
Í
eldhúsi er gert ráð fyrir rúmgóðri innréttingu með eldhúseyju sem hægt er að sitja við. Úr eldhúsi er rennihurð út á verönd að framanverðu húsinu
Í
stofu er gert ráð fyrir arin.
Gangur leiðir í
bílskúr,
gestasalerni og rennihurð leiðir út í garð/verönd.
Bílskúr er 33,8 m2, skilast með máluðu gólfi. Þar er ofnakerfi, heitt/kalt vatn og rafmagn.
2. hæð skiptist í stigapall, 3 svefnherbergi 2, fataherbergi, baðherbergi og svalir.Gengið er upp á
stigapall.Hjónasvíta skiptist í svefnherbergi 2, rúmgott fataherbergi og baðherbergi.
Baðherbergi er rúmgott, gert ráð fyrir tvöfaldri handlaug, sturtu og wc.
Svefnherbergi 3 er skráð á teikningu sem þvottahús, en þvottahús var fært á jarðhæð. Rýmið nýtist einnig vel sem svefnherbergi, skrifstofa eða geymsla.
Svefnherbergi 4 er rúmgott með útgengt út á
svalir til suð-austurs.
Skilalýsing:Eignin skilast annað hvort fokheld samkvæmt byggingarstigi 4 ÍST 51:2021 eða fullbúin að innan samkvæmt samkomulagi.
Húsið skilast fullbúið að utan og er klætt með álklæðningu. Bílskúrsgólf er málað og frágengið.
Lóð:Lóðin skilast grófjöfnuð eða eftir samkomulagi. Tvö bílastæði eru fyrir framan húsið.
Kaupandi getur haft áhrif á skipulag, val á efni osfrv.
Virkilega falleg og vel staðsett eign, á rólegum og grónum stað neðarlega í Fossvogi. Stutt frá er opið svæði og stutt er í fallegar gönguleiðir, Fossvogsdal, skóla, leikskóla og þjónustu.
Myndir sem fylgja auglýsingu eru tölvuteiknaðar og eiga að gefa hugmyndir um útlit og nýtingu eigarinnar.
Smelltu hér fyrir góð ráð fyrir kaupendurNýjustu fréttir af fasteignamarkaðnumGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.