Fasteignasalan TORG kynnir :
Gullfalleg og björt 98,3fm þriggja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi á þessum sívinsæla stað. Eignin skiptist í : forstofu, eldhús, stofu, borðstofu, gang, tvö herbergi, baðherbergi og geymslu. Sam.þvottahús á hæðinni. Eignin er laus til afhendingar. Nánari upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á Helgi@fstorg.is
NÁNARI LÝSING : Komið er inn um sérinngang í forstofu með innbyggðum skápum, flísar á gólfi. Snyrtilegt eldhús með viðarinnréttingu, tengi fyrir uppþvottavél, físar á milli skápa, parket á gólfi. Mjög rúmgóð stofa og borðstofa með parketi á gólfi. Útgengt út á verönd til suðurs. Eldhús, stofa og borðstofa mynda eitt eitt rými með gluggum á þrjá vegu. Gangur með parketi á gólfi. Mjög rúmgott hjónaherbergi með parketi á gólfi. Annað gott herbergi með parketi á gólfi. Baðherbergi með stórri sturtu, innrétting við vask, upphengt salerni, flísar á gólfi og veggjum. Geymsla er innan íbúðar. Frá hjónaherbergi er gengið inn í sameiginlegt þvottahús. Sameiginleg hjólageymsla og aðgangur að sameiginlegri dekkja/hita/garðáhaldageymslu. Skipt var um járn á þaki 2020.
Nánari upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á Helgi@fstorg.is
Hafðu samband ef þú vilt fá frítt og skuldingarlaust verðmat á þína eign.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Kaupandi eignarinnar greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt sem er 0,3% af endanlegu brunabótamati eignarinnar.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra.