Fasteignaleitin
Skráð 28. ágúst 2023
Deila eign
Deila

Heiðarvegur 5

Atvinnuhúsn.Suðurland/Vestmannaeyjar-900
463.5 m2
10 Herb.
7 Svefnh.
4 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
47.900.000 kr.
Brunabótamat
115.000.000 kr.
Mynd af Ársæll Steinmóðsson
Ársæll Steinmóðsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1956
Sérinng.
Fasteignanúmer
2183721
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Hraunhamar fasteignasala og Ársæll lgfs. S:896-6076 kynna til sölu Heiðarveg 5 í Vestmannaeyjum sem hýsir m.a  Pizza 67 sem er einn af vinsælli veitingastöðum Vestmannaeyja ásamt félaginu sem á húsið og reksturinn Eyjakot ehf. Birtir fm skv. Þjóðskrá eru 463,5 fm og skiptist þannig að 1 hæð veitingasalur, eldhús o.fl er 208,8 fm, 2 hæð, 2 íbúðir 103,1, risíbúð 35,4 (gólfflötur ca 55 fm.) og kjallari með geymslum 116,2 fm. Ekki er full lofthæð í hluta kjallarans.

Búið er að stækka eldhúsið og starfsmannaaðstöðu, innrétta 2 íbúðir á 2 og 3 hæð ásamt 27 fm herbergi með sérbaðherbergi (2017).  Sérinngangur á gafli fyrir efri hæðirnar. sem henta bæði fyrir skammtíma og langtíma leigu. Þar af er ein þeirra á 2 hæð nýlega innréttuð íbúð og er útgengt á stórar þaksvalir yfir eldhúsinu.

Mjög góð staðsetning í miðbæ Vestmannaeyja aðeins í ca 3 mínútna göngufæri frá Herjólfi. Einnig er stutt í fallegar gönguleiðir um Heimaey og á golfvöllinn.


Nánari lýsing:
1 hæð: fullbúin veitingasalur með bar, stórt og rúmgott eldhús með grilli, pizzalínu, kæli, frysti og starfmanna aðstöðu. 
2 hæð: Íbúð nýleg 70 fm 2 herb. íbúð með 16 fm svefnherbergi, stofu og eldhúsi með Ikea innréttingu í alrými, baðherbergi með sturtu og epoxy á gólfi. Útgengt er á stórar svalir. Herbergi sem er 27 fm með sér baðherbergi.
Ris: 55 fm íbúð með 2 svefnherbergjum, eldhúsi og baðherbergi. Gistirými fyrir 6-8 manns.

Staðurinn hefur starfað óslitið frá 1994 og er mjög vel sóttur af heimamönnum og aðkomufólki bæði innlendu og erlendu. Vinsæll staður hjá hópum á sumrin bæði skóla og íþróttahópum. Einnig er mikið að gera t.d á goslokahátíð og Þjóðhátið um verslunarmannahelgina.

Verið er að selja félagið sem inniheldur fasteignina að Heiðarvegi 5, öll tól og tæki í eldhúsi ásamt borðum, stólum, barborði og tækjum í veitingasal. Einnig húsbúnaður í gistirýmum.

Eldhús og starfsmannaaðstaða voru stækkuð 2019 og sett tvöföld pizzalína, grilllína með tvöfaldri pönnu og tveimur djúpsteikingarpottum, 6 fm kælir og flest tól og tæki endurnýjuð.  Búið er að setja upp tjöld og sjónvörp þ.s hægt er sýna m.a leiki og íþróttaviðburði. Veitingasalur er með leyfi fyrir 50 manns.


Góð velta er um helgar bæði heimsendingum, sóttu pöntunum og í sal. Nokkrar stórar helgar á sumrin hafa reynst vel m.a Orkumótið, pæjumótið, goslokahátíð og Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina og er þá sett upp stórt útitjald þ.s eru uppákomur. Gistireksturinn hentar vel með veitingarekstrinum.

Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali í síma 896-6076 eða sendið tölvupóst á netfangið arsaell@hraunhamar.is 

Smelltu hérna til að fá frítt söluverðmat.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
5. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.68.200.-m.vsk.

https://hraunhamar.is/
https://www.facebook.com/hraunhamar
https://www.instagram.com/hraunhamar/ 

Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
15/07/201617.500.000 kr.38.000.000 kr.308 m2123.376 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache