Domusnova fasteignasala og Árni Helga fasteignasali hafa fengið parhús á einni hæð við Uglugötu til einkasölu. Parhúsið er með þremur svefnherbergjum, rúmgóðu alrými stofu og eldhúss, þvottahúsið er með góðri innréttingu. Geymsluloft er yfir húsinu að hluta. Bílskúr er rúmgóður með rafmagnshurðaropnun. Húsið er timburhús byggt 2018. Stutt er í gönguleiðir, skóla og leikskóla og leiðir útúr bænum. Garður er með palli og heitum potti á bak við hús en garðurinn liggur meðfram húsi og framfyrir. Hiti er í gólfum.Þegar komið er inn eignina verður fyrir ágæt forstofa með skáp, þegar farið er innúr forstofu er herbergjagangur til hægri með tveimur svefnherbergjum og skápar í báðum. Beint innúr forstofu er alrými og á vinstri hönd baðherbergi sem er rúmgott, vel skipulagt þvottahús og hjónaherbergi með stórum skáp. Sama harðparket er á öllum gólfum nema á baðherbergi, þvottahúsi og forstofu. Geymsluloft er yfir hluta íbúðar og er skráð stærð 13,1fm. Gólfhiti er í húsinu og stýringar í bílskúr.
Stofa og eldhús eru í einu rými, góð innrétting, harðparket á gólfum og útgengt á pall með heitum potti.
Baðherbergi er rúmgott með góðum innréttingum.
Hjónaherbergi er rúmgott og er með góðum skápum.
Tvö
barnaherbergi eru með skápum á sér herbergjagangi.
Þvottahús er með flísum og góðri innréttingu, þaðan er gengið uppá geymsluloft.
Forstofa er með flísum og góðum skáp.
Bílskúr er rúmgóður og er með rafmagnshurðaopnun, epoxy á gólfi.
Geymsluloft er yfir hluta íbúðar og er skráð 13,1fm.
Mjög góð eign á vinsælum stað og stutt í fallegt umhverfi til útiveru og leiðir útúr bænum.
Til að fá söluyfirlit strax smellið hérNánari upplýsingar veita:Árni Helgason löggiltur fasteignasali / s.663 4290 / arni@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Um ástand einstakra eignarhluta:Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.