RE/MAX fasteignasala kynnir í einkasölu:Vel skipulögð 87,4 fm. þriggja herbergja íbúð á fjórðu hæð í eftirsóttu lyftu-fjölbýlishúsi við Lækjargötu 32, vel staðsett eign við lækinn í 220 Hafnarfirði. Íbúðin er skráð 77,3 fm og sér geymsla á jarðhæð er 10,1 fm. Tvö mjög rúmgóð svefnherbergi, sér þvottahús og svalir sem snúa vel á móti sól í vestur. Snyrtileg sameign, rúmgóð hjóla- og vagnageymsla í sameign fylgir eigninni. Hellulögð stétt fyrir framan hús með snjóbræðslu.
Íbúð á eftirsóttum stað í rólegu og fjölskylduvænu hverfi þar sem stutt er í alla þjónustu. Íbúðin getur verið laus til afhendingar við kaupsamning.
Bókið skoðun hjá: Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.is Smelltu á link til að skoða eignina í 3-DNánari lýsing:Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi og fataskáp. Inn af forstofu er sér þvottahús með flísalagt gólf, skolvask og opnanlegum glugga..
Eldhús, stofa og borðstofa er í opnu alrými með stórum gluggum sem gefa birtu inn og parket á gólfi ásamt útgengi út á stórar svalir sem snúa vel á móti sól í vestur.
Eldhúsinnrétting er með innréttingu með gott skápapláss, böknarofn og vask. Gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu. Eyja áfest við vegg þar fyrir framan með helluborði og viftu þar fyrir ofan ásamt góðu vinnuplássi.
Svenherbergisgangur er með parekt á gólfi.
Baðherbergi er með flísum bæði á gólfi og á veggjum. Innrétting með handlaug, salerni og baðkar með strtuaðstöðu.
Hjónaherbergi er mjög rúmgott með fataskáp og parket á gólfi.
Barnaherbergi er mjög rúmgott með fataskáp og parket á gólfi.
Góð staðasetning, þar sem stutt er í leikskólann við Hörðuvelli, Lækjarskóla, Öldutúnsskóla og Heilsugæsluna á Sólvangi sem og alla þjónustu.
Allar nánari upplýsingar gefur: Nánari upplýsingar gefur Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231, gudrunlilja@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 69.900.