Valhöll fasteignasala Síðumúla 27 Reykjavík kynnir: Háarif 11. Tveggja hæða steinhús byggt 1960. Í húsinu eru tvær íbúðir. Neðri hæð 81,9 fm og efri hæð 106 fm, sjálft húsið alls 187,9 fm, ásamt svo 57,9 fm sérstæðum bílskúr. Heildareignin því 245,8 fm.
Upp á efri hæðina úr forstofunni sem er flísalögð er gengið upp teppalagðan stiga. Hæðin skiptist í rúmgott hol, þrjú herbergi, eldhús, tvær rúmgóðar stofur og baðherbergi með dúk á gólfi. Í eldhúsi sem er með ágætri innréttingu er dúkur á gólfi og á öllum herbergjum er gegnheilt parket. Á báðum stofum er parket. Úr íbúðinni er mjög gott útsýni.
Neðri hæðin skiptist í forstofu, sem er fyrir báðar hæðirnar, gott þvottahús með útgengi, eldhús með dúk á gólfi, tvö herbergi og stofu með parketi á gólfi. Baðherbergið er flísalagt og þar er sturta. Húsið er klætt með stáli sem farið er að láta á sjá. Bílskúr er sérstæður við hlið hússins, byggður 1965, 57,9 fm.
Stór garður er við húsið. Óskað er eftir tilboði íi eignina
Allar nánari upplýsingar og milligöngu um skoðun annast Pétur Steinar Jóhannsson Aðstoðarmaður fasteignasala í Ólafsvík í síma 893-4718 psj@simnet.is Allar almennar upplýsingar veitir Ingólfur Gissurarsson löggiltur fasteignasali á Valhöll sími 588-4477.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.