Höfði fasteignasala kynnir:
Íbúðin er SELD - Með fyrirvara!
BJÖRT OG FALLEG 3JA HERB. ÍBÚÐ Á 1.HÆÐ Á ÞESSUM VINSÆLA STAÐ Í KÓPAVOGI.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 68,4 fm.
Fyrirhugað fasteignamat 2023 er kr. 44.800.000,-
Um er að ræða 3ja herb. íbúð á 1.hæð í steinsteyptu 5 íbúða tvílyftu íbúðarhúsi með kjallara, byggt árið 1963. Komið er inn í forstofu eða hol sem aðskilur allar vistarverur íbúðarinnar, búið að skipta holinu upp með glervegg. Baðherbergið er strax til vinstri og eldhúsið þar við hliðina. Stofan er nokkuð rúmgóð og er á milli svefnherbergjanna. Í sameign er sameiginlegt þvottahús og sér geymsla íbúðarinnar, ásamt vagna- og hjólageymslu. Lóðin er sameiginleg, skráð 820 fm.
Forstofa/hol: Er skipt upp í tvö rými með hleðslugleri. Flísar og parket á gólfi ásamt fataskáp og fatahengi.
Eldhús: Flísar á gólfi og innrétting með góðu skápaplássi, AEG keramik helluborð og ofn nýtt 2017, gufugleypir, tengt fyrir uppþvottavél og borðkrókur.
Stofa: Björt með parketi á gólfi.
Svefnherbergin: Rúmgott hjónaherbergi með parketi á gólfi og fataskápum, parket er á minna herberginu.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum, sturtuklefi, innrétting og opnanlegur gluggi.
Geymsla: Sérgeymsla um 2,8 fm. með hillum og glugga í kjallara. Er ekki inn í uppgefnum fermetrafjölda.
Þvottahús: Sameiginlegt og rúmgott í kjallara,
- Eignin var töluvert endurnýjuð á undanförnum árum og er t.d. allt gler og gluggapóstar nýlegt. Húsið var málað að utan árið 2015. Þak hússins er nýlegt. Raflagnir hafa verið endurnýjaðar að hluta.
- Stigagangur er með flísalögðu gólfi og sameiginlegar svalir ganga út frá stigapalli milli hæða í húsinu.
- Ljósleiðari er kominn inn í íbúðina.
- Húsið er staðsett á friðsælum stað innarlega í lokuðum botnlanga með grónum og skjólgóðum garði.
Einstaklega vel staðsett eign, göngufæri við grunnskóla, leikskóla, framhaldsskóla, sundlaug og almenna þjónustu.
Allar nánari uppl. og skoðun veitir: Jóhann Friðgeir, lgf GSM: 896-3038 e-mail: johann@hofdi.is