Byr fasteignasala kynnir í einkasölu TJARNARSTÍG 1, Stokkseyri. Einbýlishús með þremur til fjórum svefnherbergjum, innbyggðum bílskúr og snyrtilegum garði. Húsið er timburhús á einni hæð byggt árið 2005. Eignin skiptist í íbúð 122,5 m² og bílskúr 44,9 m², samtals 167,4 m² samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Skipulag eignar: Forstofa, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, þrjú svefnherbergi, gangur/hol, baðherbergi, auka svefnherbergi (þvottahús og geymsla), forstofa(geymsla) og bílskúr.
Áætlað fasteignamat ársins 2023 verður kr. 57.000.000,-Nánari lýsing:Forstofa er rúmgóð með tvöföldum fataskáp, skúffueiningu og veggföstu sæti.
Komið er úr forstofu inn á gang sem liggur að alrými til vinstri með stofu/borðstofu og eldhúsi.
Í
eldhúsi er U-laga innrétting frá Fríform, gott skápapláss. Ofn og keramikhelluborð frá Whirlpool, ofninn er í vinnuhæð, ný Electroluc uppþvottavél fylgir ásamt ísskáp.
Björt og rúmgóð
stofa/borðstofa, útgengt er á sólpall frá borðstofu.
Til hægri við forstofu er herbergjagangur.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, baðkar, sturta, vegghengt salerni, rúmgóð innrétting með einni handlaug.
Hjónaherbergi er rúmgott með fataskáp frá Hirzlunni sem nær yfir heilan vegg (áttfaldur). Gluggi á hjónaherbergi vísar að bílastæði.
Barnaherbergin eru tvö, bæði með tvöföldum fataskáp frá Hirzlunni.
Auka svefnherbergi er inn af bílskúr (merkt þvottahús og geymsla á teikningu). Þaðan er útgengt út í garð.
Lítil flísalögð forstofa er þar sem innangengt er á milli íbúðar og bílskúrs (merkt geymsla á teikningu).
Bílskúr er með rúmgóðri innréttingu þar sem hækkun er fyrir þvottavél og þurrkara. Í bílskúr er lúga upp á rúmgott háaloft sem er yfir bílskúr hússins.
Gólfhiti er í eigninni, stýrikerfi er í bílskúr, Anitrit er í gólflögn
.Gólfefni; Harðparket á stofu/borðstofu, gangi og öllum svefnherbergjum, líka svefnherbergi inn af bílskúr. Flísar eru
á forstofu, baðherbergi og eldhúsi. Málað gólf í bílskúr.
Gluggar og hurðar úr harðvið.
Stór
sólpallur með skjólgirðingu er við suðurenda hússins, 34,4 m² samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Lagnir eru tilbúnar fyrir heitan pott á pallinum. Húsið er Steníklætt timburhús.
Steypt stétt er fyrir framan hús og möl í bílaplani. Garðurinn er gróin, í garði er geymsluskúr á steyptum sökkli 14,94 m² sem fylgir með. Fánastöng er fyrir framan hús, gróðurkassar í vinnuhæð á baklóð.
Engir nágrannar eru til norðausturs við húsið en þar er opið svæði með lítilli tjörn og útsýni til fjalla.Vel skipulagt einbýlishús í útjaðri byggðar á Stokkseyri. Stokkseyri er í 14 km fjarlægt frá Selfossi og tilheyrir sveitarfélaginu Árborg.Húsið stendur stutt frá grunnskóla og íþróttavelli. Kynntu þér part af sögu Stokkseyrar
HÉR.
Ýtið hér fyrir staðsetningu.