Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali og HÚS fasteignasala kynna í einkasölu. Nýtt og ónotað iðnaðarbil að Borgahellu 3 (105) Hafnarfirði. Stór og fullfrágengin lóð er kringum húsið. Aðgengi gott. Eignin er laus strax til afhendingar! Lokaúttekt hefur farið fram (byggingastig 7).Til sölu 65 fm vandað iðnaðarbil. Engin vsk-kvöð er á bilinu (skráð sem geymsla). Lofthæð rýmisins er frá 5 – 6,4 metrum skv. teikningum. Mögulegt er að bæta við ósamþykktu millilofti.
Húsið er byggt ofan á steypta sökkla með hefðbundinni steyptri plötu. Burðaveggir úr límtré og klæddir með PIR Quad Core samlokueiningum frá Kingspan. Veggeiningar 80mm að þykkt og þakeiningar eru 100mm þykkar PIR Quad Core samlokueiningar frá Kingspan. Einingar eru málaðar gráar. Í innveggjum eru OSB krossviður/spónaplötur, steinullareinangrun og klætt með gifsi. Búið er að sparsla og mála innveggina.
Innkeyrsluhurðin er 380x360 og er frá Hörmann. Til hliðar er álgluggi og gönguhurð frá Reyners.
Gólfið er járnbent, staðsteypt og vélslípað (ómálað). Kyndingin er í gegnum gólfhita með stýringu á vegg. Sér mælir fyrir hvert bil. Raflögnin er utanáliggjandi inn í bilinu. Góðir iðnaðarlampar eru í lofti og kastari fyrir utan sem lýsir fyrir framan bilið. Í bilinu er ræstivaskur.
Möguleiki er á salerni inn í bilinu. Frárennsli og vatnslagnir eru til staðar.
3ja fasa rafmagn og ljósleiðari eru til staðar.
Aðgengi er að sameiginlegum sorpgámi á lóð.
Innkeyrsluhurðin snýr í norðvestur. Gott rými til athafna fyrir framan hurð.
Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Þorvaldsson viðskiptafræðingur/löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, hafsteinn@husfasteign.is Hringið og bókið skoðun. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, fyrstu kaupendur 0,4%, lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.