Helgafell fasteignasala og Linda Björk Ingvadóttir löggiltur fasteignasali kynna bjarta og rúmgóða fimm herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi í Dísaborgum 2 í Grafarvogi.Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, fjögur svefnherbergi (búið að taka einn vegg niður á einu herbergi), baðherbergi og geymslu.
**EIGNIN VERÐUR HVORKI SELD NÉ SÝND FYRIR OPNA HÚSIÐ! Vinsamlegast bókið skoðun á opna húsið hjá linda@helgafellfasteignasala.is eða í s. 8687048 **Nánari lýsing:Forstofa með góðum fataskáp og flísum á gólfi.
Eldhús með fínum innréttingum, tengi fyrir uppþvottavél, góðum borðkrók og parketi á gólfi.
Stofa er björt og rúmgóð með parketi á gólfi. Útgengi í sér garð.
Svefnherbergi er rúmgott með stórum fataskápum og parketi á gólfi.
Svefnherbergi með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi við forstofu er með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi er mögulegt þar sem tölvuaðstaðan er. Hægt að setja upp vegg aftur.
Baðherbergi er með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, baðkari með sturtuaðstöðu og opnanlegum glugga. Flísar á gólfi.
Geymsla er 3,7fm og er staðsett á jarðhæð ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymsla.
Merkt bílastæði fyrir utan. Falleg og rúmgóð eign á góðum stað í Grafarvoginum. Stutt er í alla helstu þjónustu, skóli og leikskóli í göngufæri ásamt mörgum leikvöllum í kring. Einnig eru margar fallegar gönguleiðir í kring.Smelltu hér til að fá sent söluyfirlit strax Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:Linda Björk Ingvadóttir löggiltur fasteignasali
s.868 7048 / linda@HELGAFELLfasteignasala.is