Eignamiðlun Suðurnesja kynnir í einkasölu Ránarvelli 7, 230 Keflavík.
Um er að ræða glæsilegt 118,6 fm. endaraðhús, þar af 25,1 fm. bílskúr á frábærum stað í Keflavík.
Nýbúið er að skipta um parket á gólfi og mála innahús.
Tvö svefnherbergi, sólpallur með heitum pott að aftan. Verönd er að framan. Húsið býður uppá möguleika á að fjölga svefnherbergjum.
Eignin skiptist í forstofu, borðstofu og stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, bílskúr með geymslulofti. Verönd og pallur með heitum pott.
Nánari lýsing: Anddyri hefur flísar á gólfi, þar er innangengt í bílskúr.
Stofa/borðstofa er í opnu björtu rými með parket á gólfi.
Eldhús er flísum á gólfi, stór innrétting
Herbergi er rúmgott með parket á gólfi.
Hjónaherbergi er rúmgott með parket á gólfi, þar er hurð út á sólpall.
Baðherbergi hefur flísar á gólfi, hvít innrétting, salerni, baðkar og sturta.
Bílskúr er skráður 25,1 fm., flísar eru á gólfi og gott milliloft. Gluggi er á bílskúrnum og hægt að útbúa gott herbergi þar.
Sólpallur með heitum pott að aftan og verönd að framan, hellulagt bílastæði.
Staðsetningin er einstaklega góð, rólegt og barnvænt hverfi, stutt í grunnskólann Heiðarskóla og leikskóla.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að Hafnargötu 50, Reykjanesbæ, síma 420-4050 / 894-2252 og á netfangið es@es.is
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til
seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignamiðlun Suðurnesja bendir væntanlegum
kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.