ALLT Fasteignasala kynnir í einkasölu 5 herbergja staðsteypt einbýlishús með innangengum bílskúr við Norðurtún 1 í Sandgerði, Suðurnesjabæ.
Aðeins 40 mínútúr frá höfuðborgarsvæðinu.
Um er að ræða frábæra fjölskyldueign á vinsælum stað í Sandgerði. Eignin skiptist í 169,2 m2 íbúðarhluta og 38,6 m2 bílskúr.
Húsið er við rólega botnlangagötu, steinsnar frá íþróttamannvirkjum og grunnskóla.
Rúmgóður sólpallur með heitum potti, hellulögð innkeyrsla og verönd fyrir framan hús með snjóbræðslu.
Mjög opið og hátt til lofts, björt og rúmgóð rými.
Nánari lýsing:Forstofa er rúmgóð með flísar á gólfi og góðu skápaplássi.
Eldhús er með flísar á gólfi. Innrétting hefur verið filmuð að hluta og að hluta skipt um skápa og skúffufronta, einnig er nýleg borðplata, vaskur og bakarofn. Innbyggð uppþvottavél og innbyggður kæliskápur. Innangengt í ágætis búr í eldhúsi.
Borðkrókur við stóran glugga sem horfir út á stétt fyrir framan hús.
Stofa er mjög rúmgóð og opin, tæpir 38fm, er með flísar á gólfi. Þaðan er útgengt út á verönd.
Baðherbergi hefur flísalögð gólf og hluta veggja, hvítfilmuð innrétting með góðu skúffuplássi, baðkar og sturtuklefi.
Þvottahús hefur eru flísar á gólfi og góða innréttingu þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Hurð út á baklóð þar sem þvottasnúrur eru til staðar.
Hjónaherbergi hefur parket og rúmgóðan fataskáp
Barnaherbergin eru þrjú og hafa parket.
Bílskúr innangengur og er með flísar á gólfi og góðu geymslulofti. 3 fasa rafmagnstengill svo möguleiki er á að hlaða rafmagnsbíl.
Herbergi er á milli bílskúrs og íbúðar sem hefur verið nýtt sem leikherbergi m.a en er merkt á teikningum sem geymsla.
Gólfhiti er í öllu húsinu og var öllum mótorlokum og stýringum skipt út fyrir um 3 árum.
Fasteignamat 2023 er 60.450.000 kr.-
Nánari upplýsingar og skoðunarbókanir veitir:Elín Frímannsdóttir
Aðstoðarmaður fasteignasala
elin@allt.is560-5521 / 867-4885
Ásta María Jónasdóttir
Löggiltur fasteignasali
asta@allt.isALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ | Víkurbraut 62, 240 Grindavík | Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ Kostnaður kaupanda: Af gjaldskyldum skjölum skal greiða
0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.500.
Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 50.000 auk vsk. Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir, er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.