Allt fasteignasala í Reykjanesbæ kynnir í einkasölu: Fallegt, vel staðsett einbýli í Njarðvík.
Eignin hefur almennt fengið gott viðhald, fínt útsýni, stutt í allra helstu þjónustu.
Svefnherbergin eru fjögur, baðherbergi tvö. Innangengt er í bílskúr.
Hús sprunguviðgert og málað 2020 ásamt því var málað glugga, þak og þakkant.
Rafmagn yfirfarið 2020, skipt út því sem í ólagi var. HUE lýsing, fjarstýrt. Stjórnað með snjalltæki.
Nýtt parket lagt 2020.
Verönd afgirt.
Gólfhiti í bílskúr, þvottahúsi og baðherbergjum.
Hiti í bílaplani.
Nánari lýsing eignar:
Anddyri: Flísalagt, fataskápur, gengið er inn í herbergi frá gangi. Farið er upp á háaloft úr anddyri.
Gestaherbergi: Nýlegt parket á gólfi, fataskápur.
Stofa/sjónvarpshol: Nýlegt parket á gólfi, bjart, opið rými. Útgengt á verönd.
Eldhús: Innrétting upprunaleg, gert er ráð fyrir uppvöskunarvél í innréttingu. Nýlegt parket á gólfum.
Hjónaherbergi: Nýlegt parket á gólfi, góður fataskápur.
Baðherbergi/gestabað: Flísar á gólfi, innrétting með vask nýleg (2020) , sturta, salerni, rúmgóður skápur.
Þvottahús: Flísalagt
Barnaherbergi: Nýlegt parket á gólfi, fataskápur, útgengt á verönd. Hurð vantar á barnaherbergi.
Barnaherbergi: Nýlegt parket á gólfi, fataskápur, útgengt á verönd. Hurð vantar á barnaherbergi.
Baðherbergi: Flísalagt, óklárað. Innihurð vantar á baðherbergi.
Einstaklega falleg eign, innanhúss skipulag gott. Vöntun er á þremur innihurðum, gólflistum ásamt því að annað baðherbergjanna er óklárað.
Nánari upplýsingar veitir Ásta María lgf. í síma 847-5746 eða á netfanginu asta@allt.is
ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:
Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ
Víkurbraut 62, 240 Grindavík
Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:
Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.500.
Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 50.000 auk vsk.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir, er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.