DOMUSNOVA fasteignasala og Aðalsteinn Bjarnason löggiltur fasteignasali, í Félagi fasteignasala kynna í sölu afar flotta tveggja herbergja íbúð með sérinngangi og stæði í lokuðu bílahúsi ásamt tveimur sérafnotareitum í nýlegu glæsilegu lyftufjölbýli við Sogaveg 77 í Reykjavík. Um er að ræða fasteign sem skráð er í heildina 71,20 m2 samkvæmt Þjóðskrá, ásamt geymslu inn af sameign í kjallara. Íbúðin er staðsett í enda og er með sérinngangi og engin íbúð er staðsett fyrir ofan hana. Fyrir framan íbúð eru tveir hellulagðir sérafnotareitir með skjólveggjum, annar við inngang og hinn við stofu. Íbúðin skiptist í forstofu, svefnherbergi, baðherbergi og alrými með opnu eldhúsi og stofu. Afar björt íbúð með glugga á þrjá vegu. Íbúðinni fylgir sér stæði í bílageymslu með hleðslustöð fyrir rafbíl. Lóðin allt í kring um fjölbýlið er afar snyrtileg og vel hirt. Tilvalin eign fyrir einstakling eða par á góðum stað miðsvæðis í Reykjavík.
*** SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN ***Nánari lýsing og skipting eignar:
Forstofa: Með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Eldhús: Er opið með vandaðri ljósri innréttingu og vönduðum eldunartækjum.
Stofa: Með harðparketi á gólfi og útgengi út á hellulagða verönd í suður með skjólvegg. Harðparket á gólfi.
Svefnherbergi: Er rúmgott með góðum fataskáp og harðparketi á gólfi.
Baðherbergi: Er flísalagt hátt og lágt með vönduðum flísum. Innrétting með vaski og hólf fyrir þvottavél og þurrkara. Stór veggskápur með speglahurðum. Upphengt salerni. Gólfgeng sturta með skilrúmi úr hertu gleri. Handklæðaofn á vegg.
Verönd: Tvær hellulagðar verandir eru við íbúð á sérafnotareitum. Báðar eru með skjólveggjum.
Geymsla: Í kjallara er rúmgóð 13,2 fm geymsla.
Bílageymsla: Í bílageymslu fylgir eigninni sérmerkt stæði með 3 fasa hleðslustöð fyrir rafbíl.
*** Fasteignamat 2023 verður 55.600.000 kr. ***Allar nánari upplýsingar veita:Aðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.773 3532 /
adalsteinn@domusnova.isMargrét Rós Einarsdóttir - Aðstoðarmaður fasteignasala, í löggildingarnámi. / s. 856-5858 /
margret@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.