Skráð 25. júní 2022
Deila eign
Deila

Vörðuleiti 1

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Háaleitis- og Bústaðahverfi-103
50 m2
1 Herb.
1 Baðherb.
Verð
49.900.000 kr.
Fermetraverð
998.000 kr./m2
Fasteignamat
36.550.000 kr.
Brunabótamat
27.800.000 kr.
Byggt 2020
Lyfta
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
F2368911
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
4
Hæðar í íbúð
1
Númer íbúðar
4
Vatnslagnir
Nýlegt
Raflagnir
Nýlegar
Frárennslislagnir
Nýlegt
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Svalir
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Ragnar Guðmundsson löggiltur fateigansali hjá TORG fasteignasölu kynnir: Falleg og nýleg íbúð með svölum á þessum eftirsótta stað Vörðuleiti 1. Um er að ræða eign sem er skráð 49,4 fm. og skiptist í alrými sem rúmar eldhús, stofu og borðstofu, svefnherbergisaðstöðu, baðherbergi með þvottaaðstöðu og 7,4 fm. sérgeymslu í sameign. Frá alrými er útgengt á 5,3 fm. svalir. Göngufæri er í skóla, verslanir, veitingahús og alla helstu þjónustu. Einnig er stutt í góða og vel skipulagða göngu- og hjólastíg í Fossvoginum. 
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma 844-6516 eða ragnar@fstorg.is

Nánari lýsing:
Alrými: Rúmar bæði eldhús, stofu og borðstofu með fallegu harðparketi á gólfi. Frá alrými er útgengt út á 5,3 fm. svalir.
Eldhús: Snyrtileg hvít innrétting með ljósri borðplötu og góðum efri og neðri skápum. Bakaraofn, helluborð og gufugleypir. Innbyggður ísskápur, frystir og uppþvottavél. 
Svefnherbergisaðstaða: Stórir loftháir hvítir fataskápar með rennihurðum stúka af svefnherbergisaðstöðu frá alrými. Harðparket á gólfi. Gluggi með opnanlegu fagi. Athygli skal vakin á því að eignin er skráð sem stúdíóíbúð.
Baðherbergi: Hvít innrétting með handlaug, ljósri borðplötu og efri og neðri skápum. Upphengt salerni, handklæðaofn, sturta með hertu gleri og þvottaaðstaða með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Baðherbergið er flísalagt með vönduðum ítölskum flísum frá MARAZZI á gólfi og hluta veggja.
Geymsla: 7,4 fm. sérgeymsla í kjallara. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Innréttingar eru hannaðar af GKS og smíðaðar af Nobilia í Þýskalandi og voru gæði og hlýleiki í fyrirrúmi. Litir og samsetning innréttinga og flísa voru valdar af Rut Káradóttur innanhússarkitekt.

Fróðleikur um Efstaleitisreitinn: Á reitnum eru misháar íbúðabyggingar sem mynda hring um skjólsæla garða og útivistar- og leiksvæði. Við hönnun íbúðahverfisins var unnið markvisst með stöllun húsa í hæð, formi og mótun lands svo úr varð ásýnd stakstæðra húsa með skemmtilegum þakgörðum og svölum. Reitirnir tveir samanstanda af 289 íbúðum sem eru allt frá stúdíóíbúðum í 4 herbergja íbúðir. Leitast var við að hafa íbúðir bjartar og nútímalegar með hagnýtu skipulagi. Við Efstaleitið var einnig áætlaður verslunar- og þjónustukjarni sem ætlað er að bæta þjónustu við íbúa og skapa notalegt andrúmsloft. Fallegur og skjólsæll garður prýðir miðju B reits. Garðurinn verður gróðursæll, með reiðhjólaskýlum, leiksvæði og hreyfistöð.

Niðurlag: Falleg og vel staðsett eign á mjög vinsælum stað þar sem stutt er í skóla, verslanir, gönguleiðir og eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykjavíkur, Fossvogsdalinn. Allar nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma 844-6516 eða ragnar@fstorg.is
Fáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 

Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Ragnar Kristján Guðmundsson
Ragnar Kristján Guðmundsson
Löggiltur fasteigna- og skipasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Sigtún 29
 11. ágúst kl 17:00-17:30
Skoða eignina Sigtún 29
Sigtún 29
105 Reykjavík
59.9 m2
Fjölbýlishús
312
800 þ.kr./m2
47.900.000 kr.
Skoða eignina Vindás 4
 09. ágúst kl 16:45-17:15
Skoða eignina Vindás 4
Vindás 4
110 Reykjavík
58.8 m2
Fjölbýlishús
211
815 þ.kr./m2
47.900.000 kr.
Skoða eignina Gnoðarvogur 28
Skoða eignina Gnoðarvogur 28
Gnoðarvogur 28
104 Reykjavík
62.4 m2
Fjölbýlishús
211
784 þ.kr./m2
48.900.000 kr.
Skoða eignina Nökkvavogur 15
 09. ágúst kl 17:30-18:00
Skoða eignina Nökkvavogur 15
Nökkvavogur 15
104 Reykjavík
69.7 m2
Fjölbýlishús
312
716 þ.kr./m2
49.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache