Opið hús 09. ágúst kl 17:30-18:00
Skráð 5. ágúst 2022
Deila eign
Deila

Efstasund 15

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Laugardalur-104
288.5 m2
7 Herb.
3 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
169.000.000 kr.
Fermetraverð
585.789 kr./m2
Fasteignamat
95.700.000 kr.
Brunabótamat
84.860.000 kr.
Byggt 1953
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2018082
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
St+timbur
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
2
Hæðar í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Í lagi
Raflagnir
Í lagi
Frárennslislagnir
Í lagi
Gluggar / Gler
Í lagi
Þak
Í lagi
Upphitun
Danfoss
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
101 Reykjavík Fasteignasala kynnir í einkasölu: Einkar fallegt einbýli á vinsælum stað í Reykjavík, rúmgóður bílskúr, studioíbúð og stór garður með palli. Fjölskylduvæn eign með mikla möguleika og öll helsta þjónusta og afþreying í nágrenni. Eldhús eignar er afar glæsilegt frá Brúnás og fiskibeinamunstur á vinyllögðum gólfum. Innfeld lýsing og gólfhiti í flestum rýmum eignarinnar.

Aðalhæð samanstendur af: Forstofu, stofu, borðstofu, eldhúsi, tveimur baðherbergjum, tveimur barnaherbergjum, hjónasvítu, fataherbergi og rislofti.
Lýsing eignar: Komið er að aðalinngangi hússins þar sem er rúmgóður steyptur pallur með snjóbræðslu fyrir framan inngang.
Forstofa er björt og með glugga er vísar að götu.
Herbergi er á vinstri hönd frá forstofu bjart.
Hjónasvíta er á hægri hönd frá gangi. Sér baðherbergi er inn af hjónaherbergi, flísalagt gólf og veggir með grátónuðum flísum, opin sturta, upphengt salerni, handklæðaofn, hvítlökkuð innrétting með skúffum og handlaug. Stór spegill með baklýsingu. 
Fataherbergi innan hjónasvítu innréttað með góðu skúffuplássi ásamt borðum og hillum. Öll rými innan hjónasvítu eru með gluggum sem gefa góða birtu í rýmin og hægt að loka af með rennihurðum.
Baðherbergi er á gangi til móts við hjónasvítu, einkar rúmgott flísalagt gólf og veggir, opin sturta, handklæðaofn, upphengt salerni, hvítlökkuð rúmgóð innrétting með skúffum og handlaug. Stór spegill með baklýsingu þar fyrir ofan. Nettur gluggi er á baðherbergi.
Svefnherbergi til móts við stofu rúmgott, gluggi í herbergi vísar að garði bakatil.
Stofa og borðstofa eru samliggjandi, bjart og rúmgott svæði með stórum glugga. 

Eldhús hannað af Brúnás, er einkar smekklega útfært með stórri eyju, mjög gott borðpláss með skápum öðrum megin þar sem einnig er pláss fyrir háa stóla hinum megin eru skúffur og stórt spanhelluborð þar ofan á með innbyggðri viftu.Til móts við eyju er innrétting við vegg, innbyggður ísskápur og frystir, innbyggð uppþvottavél og búrskápur með skúffum og hillum, fyrir miðju er vaskur og stór gluggi með útsýni að nærumhverfi. Heil gluggaröð í eldhúsi sem vísa út í glæsilegan garð. Framan við eldhús er mjög rúmgóð borðstofa og pláss fyrir stórt borðstofuborð eða hringborð. Útgengi er úr eldhúsi/borðstofu niður í garð þannig að það er góð tenging við garð úr húsi.
Risloft er yfir allri hæðinni og er aðgengi að því með fellistiga. (ekki manngengt).

Neðri hæð: Samanstendur af: Opnu rými/herbergi, þvottahúsi, geymslu. Aðgengi er út um hurð úr þvottahúsi í port að studióíbúð sem er með sérinngangi.

Opið rými sem gæti nýst sem tómstundaherbergi eða sjónvarpsherbergi
er á neðri hæð, en tröppur liggja frá efri hæð þangað niður, aðgengi að geymslu og þvottahúsi í gegnum hurð frá rými.
Þvottahús er rúmgott, með útgengi að porti sem liggur að studioíbúð, bílskúr og garði. 
Geymsla innangengt frá þvottahúsi.

Studioíbúð er opið rými, parketlagt með góðum gluggum er  vísa út í garð bakatil. Eldhúsaðstaða með vaski er nett og pláss fyrir ísskáp undir borði. Neðri skápur og skúffur. Baðherbergi er við inngang, flísalagt í hólf og gólf, sturta ásamt sturtubotni, upphengt salerni, innrétting með skáp og handlaug. Tenging er fyrir þvottavél á baði.

Garður við og kringum húseign er mjög stór og bíður upp á mikla möguleika. Nýr pallur er í garði bakatil, nýlega tekinn í gegn og gömul tré fjarlægð og allur garðurinn tyrfður upp á nýtt.

Bílskúr er rúmgóður steypt gólf með niðurfalli, upphitaður. Heitt og kalt vatn er í bílskúr. Sérútgangur er um hurð út í garð og að porti frá bílskúr.
Gott aðgengi er að húsi, upphitað nýlagt hellulagt bílaplan er fyrir framan bílskúr.

Gólfhiti er í: Forstofu, stofu, borðstofu, eldhúsi, stærra barnaherbergi, baðherbergi inn af hjónaherbergi.
Óskráð rými í kjallara er 32 fermetrar
Óskráð rými í bílskúr 9,5 fermetrar 
Ath. Húseign er tóm en búið er að setja húsgögn inn á myndir í auglýsingu til að sýna möguleika í rými.

Hús málað að utan júní 2022
Þak yfirfarið og bárujárn endurnýjað að hluta júní 2022.
Skipt um stærsta hluta raflagna og allt rafmagn yfirfarið, skipt um öll öryggi í töflu og hún yfirfarin 2022.
Skipt um allar pípulagnir í húsi 2022.
Frárennslislagnir endurnýjaðar 2022.
Hiti í hluta gólfum efri hæðar.

Einkar skemmtileg fjölskylduvæn eign á besta stað í Reykjavík þaðan sem stutt er í allar áttir.
Sjón er sögu ríkari.


Allar upplýsingar veita: Björg Kristín Sigþórsdóttir s.771-5501 bjorgkristin@101.is og Kristín Sigurey Sigurðardóttir lgf. s.820-8101 kristin@101.is
Bókið einkaskoðun á bjorgkristin@101.is eða í síma 771-5501


Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
1. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
2. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 65.000,- með vsk.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. 101 Reykjavík Fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni en getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak osfrv. 

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
04/10/202187.700.000 kr.78.000.000 kr.247 m2315.789 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2022
Byggt 1945
24.3 m2
Fasteignanúmer
2018082
Byggingarefni
Holsteinn
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
6.360.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
9.5 m2
Fasteignanúmer
2018082
32 m2
Fasteignanúmer
2018082
Mynd af Kristín Sigurey Sigurðardóttir
Kristín Sigurey Sigurðardóttir

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Sogavegur 133 - Leigutekjur
Bílskúr
 11. ágúst kl 17:30-18:30
Sogavegur 133 - Leigutekjur
108 Reykjavík
293.8 m2
Einbýlishús
1047
568 þ.kr./m2
167.000.000 kr.
Skoða eignina Langagerði 26
Skoða eignina Langagerði 26
Langagerði 26
108 Reykjavík
272 m2
Einbýlishús
724
579 þ.kr./m2
157.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache