*** EIGNIN ER SELD, MEÐ FYRIRVARA ***
DOMUSNOVA fasteignasala og Aðalsteinn Bjarnason löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala kynna í sölu 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í góðu lyftufjölbýli með stórum afgirtum sólpalli og frábæru útsýni við Mosagötu 3 í Urriðaholti, Garðabæ. Um er að ræða fasteign sem er skráð alls 78,80 m2 skv. Fasteignaskrá og skiptist þannig að íbúð er 72,40 m2 og geymsla er 6,40 m2, en geymsla er á sömu hæð við hlið íbúðar. Íbúðin skiptist í forstofu, baðherbergi, þvottaherbergi, barnaherbergi, hjónaherbergi og alrými með opið eldhús, en þaðan er gengið út á um 55,00 m2 afgirtan sólpall með nánast óheftu útsýni. Frábær staðsetning þar sem fjölbýlið stendur hátt í Urriðaholtinu með glæsilegu útsýni yfir byggðina til suðurs og vesturs. Mosagata liggur einnig nálægt Urriðaholtsskóla sem er með leikskóla og grunnskólastig. Miklir útivistarmöguleikar í nágrenninu. Sjón er sögu ríkari.
*** SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN ***Nánari lýsing:Forstofa: Með tvöföldum fataskáp og harðparket á gólfi.
Eldhús: Með vandaðri L-laga ítalskri innréttingu frá Colombini Casa, spónlögð og hvít sprautulökkuð, plastlögð borðplata, vönduð tæki frá AEG og tengi fyrir uppþvottavél.
Stofa: Einkar björt og rúmgóð. Útgengi á stóran afgirta sólpall.
Hjónaherbergi: Rúmgott með góðum fataskáp og vönduðu harðparketi.
Barnaherbergi: Með góðum fataskáp og vönduðu harðparketi.
Baðherbergi: Með vandaðri hvítri innréttingu, upphengdu salerni og sturtu. Flísar hátt og lágt.
Þvottahús: Með skolvask og innréttingu. Flísar á gólfi.
Verönd: Stór timburverönd er við íbúð og afgirt með skjólveggjum. Heildarstærð grunnflatar um 55,00 m2.
Annað: Gólfefni íbúðar vandað 10 mm harðparket og flísar á votrýmum. Innihurðar eru yfirfelldar frá Colombini Casa og með viðarspónlögn.
Nánari upplýsingar veita:Aðalsteinn Bjarnason löggiltur fasteignasali / s.
773-3532 /
adalsteinn@domusnova.isMargrét Rós Einarsdóttir aðstoðarmaður fasteignasala / s.
856-5858 /
margret@domusnova.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.