Skráð 22. sept. 2022
Deila eign
Deila

Vesturberg 46

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Breiðholt-111
86.7 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
56.900.000 kr.
Fermetraverð
656.286 kr./m2
Fasteignamat
36.600.000 kr.
Brunabótamat
36.600.000 kr.
Byggt 1972
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2050744
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
3
Hæðar í húsi
4
Hæðar í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Endurnýjað
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta
Þak
Endurnýjað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Rykmyndun milli glerja í stofu og svefnherbergi til vesturs.
Domusnova og Vilborg kynna nýtt í einkasölu:
FALLEG FJÖGURRA HERBERGJA MIKIÐ ENDURNÝJUÐ ÍBÚÐ Á 3JU HÆÐ Í GÓÐU FJÖLBÝLI VIÐ VESTURBERG.
Gott viðhald á húsinu.
Búið er að klæða suður- og austurhlið hússins og skipta um glugga að hluta.
 
Íbúðin er skráð 86,7 fm, þ.a. er geymslan 4,8 fm.
Eignin skiptist í anddyri, gang, eldhús, stofu / borðstofu, 3 svefnherbergi, baðherbergi og geymslu.

Nánari lýsing: 
Komið er inn í anddyri með flísum á gólfi. Á gangi við anddyri eru rúmgóðir fataskápar. 
Eldhúsið er með góðri innréttingu og borðkrók. Keramik helluborð og Electrolux ofn. Nýleg vifta. Tengi fyrir uppþvottavél. Nýjar flísar á gólfi og eldhúsið er ný uppgert.
Stofan snýr til vesturs. Nýlegt parket á gólfi. Gengið er út á svalir frá stofu. Svalirnar liggja meðfram allri íbúðinni og snúa til vesturs.
Svefnherbergin eru þrjú.
Hjónaherbergi 
með góðum nýjum fataskáp.  Parket er á gólfi.
Barnaherbergin tvö eru með parketi á gólfi.
Baðherbergi er nýlega uppgert. Sturta með sturtugleri og góðri innréttingu. Blöndunartæki Grohe. Tengi fyrir þvottavél á baði. 
Sér geymsla íbúðar er á jarðhæð.
Gólfefni: parket og flísar. 
Í sameign er hjólageymsla og sameiginlegt þvottaherbergi.

Viðhald: 
 • Austurhlið hússins og gafl til suðurs klætt 2011.
 • Gluggar á austurhlið  endurnýjaðir 2011.
 • Þak hússins var endurnýjað 2014.
 • Raflagnir innan íbúðar eru nýjar (ídregið nýtt raflagnaefni, innstungur og rofar endurnýjað).
 • Baðherbergi er nýlega uppgert.
 • Eldhúsinnrétting nýlega máluð.
 • Skipt um gólfefni á allri íbúð og parketlista.
 • Nýjir fataskápar í hjónaherbergi og á gangi.
 • Nýjar hurðar í íbúð og karmar.
 • Íbúðin er nýlega máluð sem og gluggar að innan og gluggakistur.
 • Skipt um teppi í stigagangi og hann málaður í byrjun ársins.  Þá var einnig skipt um póstkassa.
Staðsetning í hverfinu er mjög góð, stutt í skóla, sundlaug, íþróttastarf og verslanir. Gott leiksvæði austan megin við hús.

Nánari upplýsingar veita:
Vilborg Gunnarsdóttir löggiltur fasteignasali / s.8918660 / vilborg@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
 1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
 3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
 4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
 5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
11/10/201829.000.000 kr.33.700.000 kr.86.7 m2388.696 kr.
01/04/201518.900.000 kr.22.300.000 kr.86.7 m2257.208 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2022
Mynd af Vilborg Gunnarsdóttir
Vilborg Gunnarsdóttir
Löggiltur Fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Asparfell 6
Skoða eignina Asparfell 6
Asparfell 6
111 Reykjavík
94.2 m2
Fjölbýlishús
312
583 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Skoða eignina Vesturberg 72
Skoða eignina Vesturberg 72
Vesturberg 72
111 Reykjavík
81.8 m2
Fjölbýlishús
312
671 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Skoða eignina Suðurhólar 14
Skoða eignina Suðurhólar 14
Suðurhólar 14
111 Reykjavík
91 m2
Fjölbýlishús
312
607 þ.kr./m2
55.200.000 kr.
Skoða eignina Reynimelur 59
Skoða eignina Reynimelur 59
Reynimelur 59
107 Reykjavík
81.5 m2
Fjölbýlishús
311
674 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache