Helgafell fasteignasala kynnir:
ATH. EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUNKAMBSVEGUR 7, 104 REYKJAVÍK.Ýttu hér til að fá söluyfirlit sentBjört og falleg íbúð í tvíbýlishúsi á grónum stað við Kambsveg í 104 Reykjavík.
Birt stærð eignar er 220,4 fm., þar af er 38,2 fm. frístandandi bílskúr.
Eign sem hefur fengið gott viðhald og endurnýjun á síðustu árum.
Húsið var byggt 1945 og bílskúrinn 1958. Efsta hæðin var reist 1984.
Komið er inn á fyrstu hæð hússins um sérinngang. Flísalagt anddyri, hiti í gólfi og fataskápur.
Gestabaðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, upphengt salerni, gólfhiti og sturta.
Hjónaherbergi með góðu skápaplássi og parket á gólfi.
Þrjú rúmgóð barnaherbergi með góðu skápaplássi og parketi á gólfum.
Rúmgott þvottahús með innréttingu, vaskur og flísar á gólfi. Í dag er þvottahúsið innréttað sem eldhús. Hægt er að breyta því með fáeinum handtökum og litlum tilkostnaði til fyrra horfs.
Baðherbergi með sérsmíðaðri innréttingu með stein borðplötu, baðkar með sturtuaðstöðu, innbyggð lýsing. Upphengt salerni, flísar á gólfi og hluta veggja, hiti í gólfi og gluggi.
Teppalagður stigi með glerhandriði liggur upp á efri hæð.
Þar tekur við opið og fallegt rými.
Stofan er mjög rúmgóð og björt, hvít og nýlega máluð panilklæðning í lofti, nýlegt parket og flísar á gólfi. Góð lofthæð.
Eldhús með snyrtilegri eldhúsinnréttingu. Nýlegar vínilflísar á gólfi. Lýsing undir efri skápum og gufugleypir.
Svefnherbergi með parketi á gólfi. Tveir kvistir og fallegt útsýni.
Bílskúr er frístandandi og er með bílskúrshurð og hurð sem liggur út í garð. Nýlegir gluggar. Rafmagn, ofnar og kalt vatn.
Sameiginlegur garður.
Um framkvæmdir sem átt hafa sér stað að sögn seljenda:Árið 2007 var skipt um parket á neðri hæð eignarinnar, skipt um innihurðir í allri íbúðinni. Þvottahús flísalagt.
Árið 2011 var skipt um þakkant og nýjar rennur settar.
Árið 2013 voru bæði baðherbergi hússins endurnýjuð frá grunni, hitti settur í gólf og sérsmíðaðar innréttingar. Hol endurnýjað, flísalagt, hiti settur í gólf og nýr skápur. Nýjar vatnslagnir að hluta á neðri hæð, í böð og hol.
Árið 2016 voru nýir gluggar settir í bílskúrinn og varmaskiptir settur á neysluvatn.
Árið 2017 voru ný fög sett í alla glugga á efri hæð hússins. Nýjar rúður í alla glugga á kvistum. Skipt var um allt timbur sem var illa farið meðfram gluggum á kvistum og einnig var skipt um timbur á kvistum og blikk sett á.
Árið 2020 var þak yfirfarið og málað.
Húsið er vel skipulagt og með fallegu útsýni af efri hæð. Eftirsóttur staður í 104 Reykjavík. Nánari upplýsingar veita:
Knútur Bjarnason, löggiltur fasteignasali, s: 775-5800 / knutur@helgafellfasteignasala.is
Kristján Þór Sveinsson, löggiltur fasteignasali, s: 898-6822 / kristjan@helgafellfasteignasala.is