** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA **
Helgafell fasteignasala og Linda Björk Ingvadóttir löggiltur fasteignasali kynna bjarta og rúmgóða 2ja herbergja íbúð á 3.hæð í lyftuhúsi við Hvassaleiti 58 í Reykjavík. Íbúð fyrir 63 ára og eldri. Í húsinu er starfandi húsvörður, boðið uppá ýmsa þjónustu og afþreyingu m.a. matsalur, setustofa, fótaaðgerðastofa, hárgreiðslustofa, leikfimisalur og föndurstofa.Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, svefnherbergi, baðherbergi og tvær geymslur.
Nánari lýsing:Forstofa með fataskáp og parketi á gólfi.
Eldhús með innréttingum og parketi á gólfi.
Stofa/borðstofa er björt og rúmgóð með parketi á gólfi. Þaðan er gengið út á 7.2fm suðvestur svalir.
Svefnherbergi með fataskáp og kork á gólfi.
Baðherbergi er með innréttingu, sturta með góðu aðgengi, flísar í hólf og gólf.
Þvottahús er sameiginlegt á hæðinni.
Geymsla er á hæðinni, hún er 4fm og
önnur geymsla í kjallara sem er 8,3fm.
Sameiginlegar svalir í austur á hæðinni.
Sjá nánar um félagsstarf aldraðra í Hvassaleiti 56-58Fín eign á góðum stað í Reykjavík. Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu m.a. Kringluna, heilsugæslu, apótek og fleira. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:Linda Björk Ingvadóttir löggiltur fasteignasali
s.868 7048 / linda@HELGAFELLfasteignasala.is