Fasteignaleitin
Skráð 13. feb. 2023
Deila eign
Deila

Efri-þverá

Jörð/LóðNorðurland/Hvammstangi-531
111515.5 m2
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
73.900.000 kr.
Fermetraverð
663 kr./m2
Fasteignamat
1.625.000 kr.
Brunabótamat
63.380.000 kr.
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2356621
Húsgerð
Jörð/Lóð
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Vatnslagnir
Nýjar
Raflagnir
Nýja
Frárennslislagnir
Nýjar
Gluggar / Gler
Þarfnast lagfæringar
Svalir
Þrennar svalir
Upphitun
Rafmagnskynding
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Elka Guðmundsdóttir lgf. s.8638813 og Fasteignasalan TORG kynna til sölu jörðina Efri-Þverá 2 í Húnaþingi vestra

-- Eigendur skoða skipti á minni eign á höfuðborgarsvæðinu --
Spennandi jörð í Húnavatnssýslu með góðum húsakosti og fögru útsýni. 

Jörðin skiptist í þrjú fasteignanúmer; íbúðarhús, útihús ásamt 72 hektara lands og hlutdeild í óskiptu landi.
Íbúðarhúsið er steypt og mikið endurnýjað en það er byggt árið 1968.  Heildarstærð 187.5 m² , þar af
29,8 m² viðbygging sem var byggð árið 1994.
Fimm svefnherbergi eru í húsinu, nýtt parket á öllum herbergjum. Eldhús er opið og rúmgott með búri. Í viðbyggingu er þvottahús og kjallari, í kjallara er m.a. saunaklefi. 
Á síðasta ári hefur íbúðarhúsið verið mikið endurnýjað; m.a. skipt um þak, húsið einangrað að utan og klætt, skipt um útidyrahurðar, loftaefni og parket á svefnherbergjum.  Baðherbergið allt nýtt, endurnýjaðar vatnslagnir og fleira.  Led lýsing er í öllu húsinu,

Á bæjarhlaðinu er véla-/verkfærageymsla
131,0 m², byggð árið 1988. Tvær útkeyrsluhurðir. 
Hesthús sem er 384,5 m² með áburðarkjallara, byggt árið 1985, innréttað með eins hesta-, tveggja hesta- og stóðhestastíum með eikarinnréttingum. Miklir möguleikar til endurbóta.  Gerði fyrir framan hús.  Auðvelt að reka hesta úr húsi í haga.

Landstærð í séreign um 72 hektarar, þar af 15 hektarar tún sem gefa um 80 rúllur á sumri miðað við einn slátt
Um er að ræða þrjú fastanr. F2356621 (jörð), F2504381 (íbúðarhús) og 50% hlutdeild í F2134689 (óskipt land með Neðri-Þverá og Efri-Þverá).

Þverárrétt er í göngufæri og eru þar stóðhesta- og fjárréttir á haustin. Stutt er í frábærar náttúruperlur t.d. Hvítserk og Borgarvirki. Um það bil 30 kílómetrar á Hvammstanga þar sem er mjög góður leikskóli og skóli.
Góð jörð grasi gefin og frábært útsýni, miklir möguleikar til atvinnusköpunar, t.d. ferðaþjónustu, skógrækt, hrossarækt, og fleira.  Ljósleiðari og þriggja fasa rafmagn.

Jörðin hentar einstaklega vel til búskaps, hvort sem væri til fastrar búsetu allt árið um kring eða til sumardvalar. Frábært tækifæri til ferðaþjónustu eða hrossaræktar.

JÖRÐIN er á svokallaðri Norðurstrandaleið, eða Arctic Coast Way,  sem var valin á topp 10 lista yfir þá áfangastaði í Evrópu sem best er að heimsækja, að mati Lonely Planet sem er einn vinsælasti útgefandi ferðahandbóka í heiminum ---

Óskipt land í fjalli sem Efri Þverá II, Neðri-Þverá og Efri-Þverá I eiga í sameign en heildarstærð þess lands er um 1460 hektarar.  Upprekstrarleyfi fyrir hross og kindur, gæsaveiði, rjúpnaveiði og veiði í Þverá.Þverárrétt er í göngufæri en þar er réttað á haustin. Stutt í náttúruperlur á borð við Hvítserk og Borgarvirki. Leikskóli og skóli á Hvammstanga. Ljósleiðari kominn í hús ásamt 3ja fasa rafmagni.

Ath. að á myndum er stór hlaða við hlið hesthúss en hún fylgir ekki með heldur tilheyrir aðliggjandi jörð/fasteign, aðkoma að því húsi er að baka til, þ.e. ekki er notast við sömu innkeyrslu.

English: The farm Efri-Þverá II with a share in the undivided land of Efri-Þverá. Efri-Þverá II is over 72 hectares, there of around 15 hectares of fields. The farmhouse from 1968 is 157.5 sq.m. and an extension built in 1994 is 29.8 sq.m. In the extension, there is a laundry room and a basement with a sauna. Two entrances are in the house, one from the laundry room and another besides the living room — pantry in the kitchen. The house has five bedrooms, three of them have fixed bunk beds. The second building for machines and tools from 1988 is 131 sq.m. The third building, a stable from 1985 is 384,5 sq.m. Possible to transform into an apartment. Efri-Þverá is 1461 hectare and is owned collectively by Neðri-Þverá and Efri-Þverá I. Access to a mountain for horses and sheep. Goose and Rock ptarmigan hunting, fishing in the river Þverá. Þverárrétt is close by where sheep and horse round-ups are held in September each year. The farm is situated close to Hvítserkur and Borgarvirki and 30 minutes from Hvammstangi. Excellent land with breathtaking views. The farm is located only two hours from Reykjavik on Vatnsnes in Húnaþing Vestra and offers unlimited opportunities for job creation.

Nánari upplýsingar veita: Elka Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali / s.863 8813 / elka@fstorg.is

 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1985
384.5 m2
Fasteignanúmer
2356621
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
6.690.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
6.690.000 kr.
Brunabótamat
53.500.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
111000 m2
Fasteignanúmer
2356621
Húsmat
1.230.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
1.230.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 1988
131 m2
Fasteignanúmer
2356621
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
1.255.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
1.255.000 kr.
Brunabótamat
9.880.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Mynd af Elka Guðmundsdóttir
Elka Guðmundsdóttir
Fasteignasali
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache