**EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA**
STAKFELL kynnir: Rúmgóð og falleg 4ra herbergja íbúð á 1.hæð með tvennum svölum á besta stað í Hlíðunum.
Íbúðin sem er á 1.hæð skiptist í anddyri, stofu, borðstofu, eldhús, hjónaherbergi, 2 barnaherbergi, baðherbergi og þvottahús. Sér geymsla í sameign og sameiginlegt þvottahús og hjóla- og vagnageymsla.Matthildur Sunna Dan Þorláksdóttir lögfræðingur og löggiltur fasteignasali í síma 690 4966 eða matthildur@stakfell.isNánari lýsing: 128,1 fm. íbúð við Bogahlíð 7, Reykjavík. Íbúðin er skráð 122,5 fm. og geymsla 5,6 fm., samtals 128,1 fm.
Sameiginlegur inngangur.
Anddyri með fatasnögum.
Hol með fataskáp og kommóðu.
Eldhús með eikarinnréttingu, hvítir efri skápar, Miele tæki, ofn í vinnuhæð, pláss fyrir tvöfaldan ísskáp.
Eldhúskrókur sem rúmar gott elhúsborð, á gólfi eldhúss er grár korkur.
Stofa er rúmgóð og björt, fallegir stórir gluggar til suðurs og rósettur í kverkum.
Borðstofa við hlið stofu, gengið út á svalir til s-vesturs úr stofu.
Hjónaherbergi er stórt, fataskápur, gengið út á svalir til austurs.
Barnaherbergin eru tvö, bæði rúmgóð, fataskápar í báðum.
Baðherbergi er flísalagt, hvít innrétting og speglaskápur. Gluggi á baðherbergi. Handklæðaofn.
Möguleiki að setja upp gestasnyrtingu þar sem nú er þvottahús innan íbúðar.
Þvottahús er innan íbúðar, gluggi á þvottahúsi. Áður var gert ráð fyrir wc þar sem þvottahús er núna, hægt að tengja aftur.
Tvennar svalir, aðrar til austurs úr svefnherbergi og hinar til s-vesturs úr borðstofu.
Á gólfum íbúðar er eikarparket sem var pússað og lakkað fyrir ári síðan. Flísar á baði og þvottahúsi.
Rúllugardínur í nær öllum rýmum, árs gamlar.
Millihurðir eru hvítar.
Fyrir framan húsið er sérbílastæði fyrir íbúa þess.
Hiti í stéttinni sem liggur að inngangi.
Garður er sameigninlegur, fallegur og í rækt. Sameiginlegt trampolín í garðinum.
Sér geymsla er í sameign. Sameiginlegt þvottahús og vagna- og hjólageymsla í sameign.
Umsjón húsfélags er í höndum eigenda hússins.
Húsfélagsgjald er 27þ. á mánuði.
Þrif á sameign er aðkeypt.
Í sumar á að helluleggja bílaplanið fyrir framan húsið. Framkvæmd greidd af seljanda.
Lagt verður fyrir rafmagni í hleðslustöð í sumar en ekki dregið í að sinni.
Rætt hefur verið að teppaleggja stigagang.
Framkvæmdir:
2021 Svalagólf lökkuð
2021 Skólplagnir myndaðar, lagnir í lagi, hafa verið fóðraðar að hluta
2020 Múrviðgerðir
2020 Endursteinað
2020 Þak yfirfarið og málað
2020 Gluggar og gler yfirfarið og skipt eftir þörfum
2019 Háaloft endureinangrað
2018 Gluggar og gler yfirfarið og skipt eftir þörfum
Gluggar í sameign hafa verið endurnýjaðir jafn og þétt undanfarin ár.
Þvottahús í sameign er verið að mála.
Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Stakfell fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.
Fasteignasalan Stakfell | Borgartún 30 | 105 Reykjavík | Sími
535 1000 | www.stakfell.is