Fasteignaleitin

Er rétti tíminn til að stækka við sig?

07 apríl 2023
Mynd af Halldór Kári Sigurðarson
Halldór Kári Sigurðarson
Hagfræðingur Húsaskjóls
Photo by Einar H. Reynis on Unsplash

Photo by Einar H. Reynis on Unsplash

Það er gjarnan talað um húsnæðismarkaðinn sem eina heild en í raun er eftirspurn eftir mismunandi húsnæði auðvitað ólík eftir aðstæðum og tímabilum. Þegar fólk veltir fyrir sér að stækka við sig er mikilvægt að hafa þetta í huga en stærð stökksins fer m.a. eftir því hversu vel tímasett það er.
Almennt séð hafa dýrari eignir meiri einkenni lúxusvöru en litlar eða meðalstórar íbúðir og þar af leiðandi má vænta þess að eftirspurn eftir dýrari eignum líkt og sérbýli sveiflist meira með efnahagsaðstæðum. Eftirspurn eftir ódýrari eignum sem snýr meira að því að mæta grunnþörf um húsaskjól er hins vegar til þess fallin að vera stöðugri.
Ef litið er á 6 mánaða hækkunartakt sérbýlis má sjá að þegar stýrivextir fóru hvað lægst, niður í 0,75% hækkað sérbýli hraðar en fjölbýli. Nánar til tekið fór hækkunartaktur sérbýlis upp í 15% í júlí 2021 þegar markaðurinn var við suðumark en fjölbýli fór á sama tíma aðeins upp í 9%.
Eftir að Seðlabankinn dró úr aðgengi að lánsfé og hækkaði vexti hratt í sumar hefur sérbýli síðan lækkað um 2,7% á meðan fjölbýli hefur hækkað um 0,6%. Það eru því vísbendingar um að lúxusvaran (sérbýli) verði fyrir meiri áhrifum af erfiðari aðstæðum á lánamarkaði.
Heimildir: HMS og Greiningardeild Húsaskjóls

Heimildir: HMS og Greiningardeild Húsaskjóls

Ef litið er á verðdreifingu þeirra eigna sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu núna má sjá að aðeins 15% af framboðinu er með ásett verð undir 60 m.kr. á meðan 51% er yfir 80 m.kr.
Það er því óhætt að fullyrða að það er mjög takmarkað framboð af ódýrum eignum samanborið við dýrari eignir og samningsstaða seljenda ódýrari eigna því mun sterkari en samningsstaða seljenda dýrari eigna.
Heimildir: Fasteingavefur Vísis og Greiningardeild Húsaskjóls (eignir án ásetts verðs eru ekki taldar með)

Heimildir: Fasteingavefur Vísis og Greiningardeild Húsaskjóls (eignir án ásetts verðs eru ekki taldar með)

Ef við lítum síðan á dæmi þar sem aðili er með 42% eigið fé í eign í ódýrari kantinum og horfir til þess að stækka við sig eru áhrifin á greiðslubyrðina býsna mikil í krónum talið í núverandi vaxtaumhverfi.
(*) Hér er miðað við 40 ára óverðtryggt jafngreiðslulán

(*) Hér er miðað við 40 ára óverðtryggt jafngreiðslulán

Af öllu ofangreindu er það mat undirritaðs að lækkunarþrýstingur á dýrari eignir verði þó nokkuð meiri á komandi mánuðum en á ódýrari eignir. Þar af leiðandi er útlit fyrir að samningsstaða þeirra sem eru að horfa til að stækka við sig á markaðnum muni halda áfram að styrkjast á komandi mánuðum.

Vinsælar eignir

Skoða eignina Keldugata 11
3D Sýn
Bílskúr
 11. júní kl 17:00-17:30
Skoða eignina Keldugata 11
Keldugata 11
210 Garðabær
324.2 m2
Einbýlishús
725
756 þ.kr./m2
245.000.000 kr.
Skoða eignina Kolagata 1
Skoða eignina Kolagata 1
Kolagata 1
101 Reykjavík
117.5 m2
Fjölbýlishús
32
Fasteignamat 90.200.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina Langagerði 2
 07. júní kl 17:00-17:30
Skoða eignina Langagerði 2
Langagerði 2
108 Reykjavík
210.7 m2
Einbýlishús
925
Fasteignamat 99.650.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina Súlunes 17
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Súlunes 17
Súlunes 17
210 Garðabær
293.5 m2
Einbýlishús
823
750 þ.kr./m2
220.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache