Mynd af [object Object]
Loksins útlit fyrir rólegri íbúðamarkað
01 febrúar 2023
Verð á íbúðamarkaði hækkaði nær sleitulaust í rúmlega tvö ár, frá miðju ári 2020 til síðari hluta 2022. Á síðasta ári, 2022, voru hröðustu hækkanir íbúðaverðs á þessu tímabili þrátt fyrir að hægt hafi á verðhækkunum seinni hluta ársins. Árshækkun íbúðaverðs á árinu 2022 mældist ríflega 20%.
Mynd af Íslandsbanki
Íslandsbanki
Greiningadeild Íslandsbanka
Fróðleikur
Hvert stefnir fasteignamarkaðurinn?
Hvert stefnir fasteignamarkaðurinn?
26 Jan 2023
Fyrir ári síðan birti ég grein um stöðuna á fasteignamarkaðinum, og því löngu kominn tími til að birta uppfærða grein miðað við nýjustu gögn. Í síðustu grein fór ég yfir stöðuna á fasteignamarkaðinum og sýndi hvers vegna fasteignaverð gæti hækkað um 15-22% til viðbótar við þær miklu hækkanir sem höfðu þegar orðið, og hvers vegna hlutfall verðtryggðra húsnæðislána væri að öllum líkindum að fara að aukast. Þessar breytingar komu í raun mun hraðar fram en ég hefði búist við, með um 17% hækkun á vísitölu fasteignaverðs á fyrstu sjö mánuðum síðasta árs auk þess sem meirihluti nýrra útlána til fasteignakaupa eru verðtryggð í dag.
Mynd af Pálmar Gíslason
Pálmar Gíslason
Data Scientist at CCP Games
Íbúða­verð lækk­ar ann­an mán­uð­inn í röð
Íbúða­verð lækk­ar ann­an mán­uð­inn í röð
18 Jan 2023
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í desember, annan mánuðinn í röð. Bæði sérbýli og fjölbýli lækkuðu í verði á milli mánaða. Flest gögn benda til þess að íbúðamarkaðurinn sé að kólna talsvert sem eru góðar fréttir, m.a. fyrir verðbólguhorfur.
Mynd af Íslandsbanki
Íslandsbanki
Greiningadeild Íslandsbanka
Seðlabankinn kippti markaðnum niður á jörðina
Seðlabankinn kippti markaðnum niður á jörðina
05 Jan 2023
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,3% í nóvember og hefur þar með aðeins hækkað um 0,7% að nafnvirði síðan í júlí og lækkað að raunvirði.
Mynd af Halldór Kári Sigurðarson
Halldór Kári Sigurðarson
Hagfræðingur Húsaskjóls
Er íbúða­mark­að­ur að stefna í jafn­væg­i?
Er íbúða­mark­að­ur að stefna í jafn­væg­i?
22 Dec 2022
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,3% í nóvembermánuði frá mánuðinum á undan samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar sem birtust í gær. Þetta er í annað sinn sem mánaðartaktur lækkar frá því í nóvember 2019 en hann lækkaði einnig í ágúst síðastliðnum. Ástæða fyrir lækkuninni er sú að sérbýli lækka um 1,2% í verði á milli mánaða en verð á íbúðum í fjölbýli stendur hins vegar í stað.
Mynd af Íslandsbanki
Íslandsbanki
Greiningadeild Íslandsbanka
Minnkandi seljanleiki og ofmetin íbúðaþörf
Minnkandi seljanleiki og ofmetin íbúðaþörf
01 Dec 2022
Lengi lifir í gömlum glæðum en húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6% í október. Þessi hækkun kemur þrátt fyrir að íbúðaframboð sé enn þá að vaxa hratt og undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fari greinilega fækkandi.
Mynd af Halldór Kári Sigurðarson
Halldór Kári Sigurðarson
Hagfræðingur Húsaskjóls
Íbúðaframboð í örum vexti
Íbúðaframboð í örum vexti
02 Nov 2022
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% í september sem kom nokkuð á óvart en verðhækkunin á sér þó athyglisverðar skýringar.
Mynd af Halldór Kári Sigurðarson
Halldór Kári Sigurðarson
Hagfræðingur Húsaskjóls
Sérbýli skýra hækkun íbúðaverðs í september
Sérbýli skýra hækkun íbúðaverðs í september
19 Oct 2022
Íbúðaverð hækkaði á milli mánaða í september. Ástæða fyrir því var að sérbýli hækkuðu talsvert í verði á milli mánaða. Sérbýlin hafa verið ansi sveiflukennd undanfarna mánuði. Sérstaklega fáir kaupsamningar liggja að baki síðustu mánuði sem gæti útskýrt þessar miklu sveiflur.
Mynd af Íslandsbanki
Íslandsbanki
Greiningadeild Íslandsbanka
Íbúða­mark­að­ur kóln­ar hratt
Íbúða­mark­að­ur kóln­ar hratt
10 Oct 2022
Eins og flestir vita hefur verið mikið fjör á íbúðamarkaði undanfarin misseri. Íbúðaverð byrjaði að hækka nánast við upphaf faraldursins og ári síðar bætti í hækkunartaktinn sem hefur hækkað hratt nær sleitulaust síðan. Nú er viðsnúningur á íbúðamarkaði hafinn, íbúðaverð er loksins að hægja á sér og það frekar hratt.
Mynd af Íslandsbanki
Íslandsbanki
Greiningadeild Íslandsbanka
Húsnæðisverð lækkar
Húsnæðisverð lækkar
06 Oct 2022
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% í ágúst en það hafði hækkað samfellt síðustu 32 mánuðina þar á undan. Lækkunin er í takt við væntingar Greiningardeildar Húsaskjóls og skýrist fyrst og fremst af vaxtahækkunum og minna aðgengi að lánsfé.
Mynd af Halldór Kári Sigurðarson
Halldór Kári Sigurðarson
Hagfræðingur Húsaskjóls
Samningar um aukið framboð á húsnæði
Samningar um aukið framboð á húsnæði
13 Sep 2022
Sameiginlegt átak ríkis og sveitarfélaga um stóraukið framboð íbúða á næstu árum hófst formlega í dag þegar haldinn var upphafsfundur um framkvæmd rammasamnings sem undirritaður var í júlí sl. Rammasamningurinn kveður á um að fjölga íbúðum um 20.000 á fimm árum og 35.000 á tíu árum, þar af verði 30% nýrra íbúða hagkvæmar á viðráðanlegu verði og 5% íbúða félagsleg húsnæðisúrræði.
Mynd af HMS
HMS
Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun
Stökkbreytt greiðslubyrði
Stökkbreytt greiðslubyrði
01 Sep 2022
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði aðeins um 0,1% í að raunvirði í júlí og hefur ekki hækkað minna síðan í febrúar 2021.
Mynd af Halldór Kári Sigurðarson
Halldór Kári Sigurðarson
Hagfræðingur Húsaskjóls
Er íbúða­mark­að­ur að ró­ast?
Er íbúða­mark­að­ur að ró­ast?
16 Aug 2022
Íbúðaverð heldur áfram að hækka samkvæmt gögnum Þjóðskrár en þó talsvert hægar en verið hefur. Það gæti verið til marks um að íbúðamarkaður sé róast. Gögn næstu mánaða munu leiða betur í ljós hvort eftirspurn á íbúðamarkaði sé að dvína
Mynd af Íslandsbanki
Íslandsbanki
Greiningadeild Íslandsbanka
Húsnæðisverðslækkanir í kortunum
Húsnæðisverðslækkanir í kortunum
03 Aug 2022
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,2% í júní og hefur þar með hækkað um 25% undanfarna tólf mánuði. Þrátt fyrir að vera rúmlega tvöfalt meiri hækkun en í meðalmánuðinum undanfarin 8 ár þá er þetta minnsta mánaðarhækkun á markaðnum síðan í janúar. Þá má vænta þess að verulegur viðsnúningur verði á verðþróun íbúðarhúsnæðis núna á næstu mánuðum þegar kælandi aðgerðir Seðlabankans fara að hafa áhrif af fullum þunga á kaupendur.
Mynd af Halldór Kári Sigurðarson
Halldór Kári Sigurðarson
Hagfræðingur Húsaskjóls
Enn hækk­ar íbúða­verð hratt en vís­bend­ing­ar um við­snún­ing
Enn hækk­ar íbúða­verð hratt en vís­bend­ing­ar um við­snún­ing
20 Jul 2022
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,2% í júnímánuði frá mánuðinum á undan samkvæmt gögnum frá Þjóðskrá. Þótt um sé að ræða býsna myndarlega mánaðarhækkun hefur verðið þó ekki hækkað hægar á þennan mælikvarða frá janúar síðastliðnum. Einkum virðist viðsnúningur vera skarpur í hækkunartakti sérbýla en verð þeirra hækkaði milli mánaða um 0,8% á meðan verð á íbúðum í fjölbýli hækkaði um 2,2%.
Mynd af Íslandsbanki
Íslandsbanki
Greiningadeild Íslandsbanka
Húsnæðismarkaðurinn á leið í kalda sturtu
Húsnæðismarkaðurinn á leið í kalda sturtu
08 Jul 2022
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,0% í maí sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði. Áhugafólk um fasteignamarkaðinn er orðið ónæmt fyrir slíkum tölum en þó er vert að nefna að árshækkunartakturinn hefur ekki verið hærri síðan 2005 að nafnvirði en þá fór hann hæst í rúmlega 40%.
Mynd af Halldór Kári Sigurðarson
Halldór Kári Sigurðarson
Hagfræðingur Húsaskjóls
Íbúða­verðs­hækk­an­ir ekki ver­ið meiri frá 2006
Íbúða­verðs­hækk­an­ir ekki ver­ið meiri frá 2006
21 Jun 2022
Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um 3% í maí á milli mánaða. Á þennan mælikvarða hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 13% frá áramótum. Árshækkun íbúðaverðs mælist nú 24% og er nú orðin meiri en árið 2017. Slík árshækkun hefur ekki mælst í yfir 16 ár eða frá byrjun árs 2006. Sérbýli hafa hækkað mest undanfarið ár eða um 25,5% á sama tíma og fjölbýli hafa hækkað um 23,7%.
Mynd af Íslandsbanki
Íslandsbanki
Greiningadeild Íslandsbanka
Sársaukafullar vaxtahækkanir framundan
Sársaukafullar vaxtahækkanir framundan
04 Jun 2022
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%.
Mynd af Halldór Kári Sigurðarson
Halldór Kári Sigurðarson
Hagfræðingur Húsaskjóls
Áfram­hald­andi hækk­un íbúða­verðs næsta kast­ið
Áfram­hald­andi hækk­un íbúða­verðs næsta kast­ið
23 May 2022
Verð á íbúðamarkaði hefur hækkað mikið það sem af er ári. Við teljum að það haldi áfram að hækka á næstu mánuðum eða þar til framboð af nýjum íbúðum eykst. Vonir standa til að ró verði komin á markaðinn um mitt næsta ár.
Mynd af Íslandsbanki
Íslandsbanki
Greiningadeild Íslandsbanka
Dregur úr hækkunum íbúðaverðs þegar líða tekur á árið
Dregur úr hækkunum íbúðaverðs þegar líða tekur á árið
18 May 2022
Íbúðaverð er nú orðið mjög hátt í sögulegu samhengi og hefur vikið verulega frá þeim þáttum sem til lengri tíma eru taldir ráða þróun þess. Þetta er vissulega töluvert áhyggjuefni og hefur Seðlabankinn gripið til aðgerða til að stemma stigu við hækkunum og tryggja að fólk skuldsetji sig ekki um of
Mynd af Íslandsbanki
Íslandsbanki
Greiningadeild Íslandsbanka
Er kominn tími á grundvallarbreytingar á fasteignalöggjöf?
Er kominn tími á grundvallarbreytingar á fasteignalöggjöf?
12 May 2022
Þann 11.maí s.l. birtist grein á mbl.is um fasteignamál eftir Breka Karlsson formann Neytendasamtakanna þar sem hann fer yfir nokkrar tillögur að úrbótum til að slá á hækkanir húsnæðisverðs. Tillögurnar eru allar mjög jákvæðar og í stuttu máli má segja að við hjá Húsaskjóli fasteignasölu séum algjörlega sammála þessum tillögum. Það er hins vegar spurning hvernig á að útfæra þær og hversu mikinn kostnað þær hafa í för með sér fyrir neytendur.
Mynd af Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur Fasteignasali & Eigandi Húsaskjóls
Búist við frekari hækkun stýrivaxta
Búist við frekari hækkun stýrivaxta
03 May 2022
Stýrivextir Seðlabankans standa nú í 2,75% eftir síðustu hækkun sem átti sér stað 9.febrúar síðastliðinn. Verðbólga stendur í 7,2% og hefur ekki verið hærri síðan í maí 2010. Í ljósi þess að verðbólga heldur áfram að hækka búast greiningardeildir bankanna við því að stýrivextir muni hækka enn frekar á morgun þegar Seðlabankinn kynnir niðurstöðu peningastefnunefndar.
Mynd af Ragnar Kormáksson
Ragnar Kormáksson
Fasteignaleitin
Tekst að kæla heitasta markað landsins?
Tekst að kæla heitasta markað landsins?
02 May 2022
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. Þrátt fyrir það lækkar árshækkunartakturinn aðeins, þ.e. úr 22,5% í 22,2% en það skýrist af því að húsnæðisverð hækkaði enn þá meira í mars í fyrra. Það er skörp áminning um hve lengi þessi seljendamarkaður hefur varað.
Mynd af Halldór Kári Sigurðarson
Halldór Kári Sigurðarson
Hagfræðingur Húsaskjóls
Hækkun íbúðaverðs stigmagnast
Hækkun íbúðaverðs stigmagnast
20 Apr 2022
Íbúðaverð hækkaði um 3,1% milli febrúar og mars en verðhækkanir milli mánaða hafa aukist á síðustu mánuðum þvert á væntingar. Hækkunin nú í mars var sú mesta milli mánaða síðan í mars í fyrra. Þessi niðurstaða rennir stoðum undir nýja spá Hagfræðideildar um aukna verðbólgu næstu mánuði.
Mynd af Landsbankinn
Landsbankinn
Hagfræðideild Landsbankans
Vextirnir sem hleyptu húsnæðisverði af stað
Vextirnir sem hleyptu húsnæðisverði af stað
04 Apr 2022
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,5% í febrúar sem er um þrefalt meiri hækkun en í meðalmánuði undanfarin 7 ár. Þessi hækkun þýðir að árshækkunartakturinn er kominn upp í 22,5%.
Mynd af Halldór Kári Sigurðarson
Halldór Kári Sigurðarson
Hagfræðingur Húsaskjóls
Stígandi hækkun íbúðaverðs
Stígandi hækkun íbúðaverðs
16 Mar 2022
Íbúðaverð hækkaði um 2,5% milli janúar og febrúar sem er mesta hækkun milli mánaða síðan í apríl í fyrra. Hækkun íbúðaverðs er orðin meiri en gert var ráð fyrir og eykst milli mælinga.
Mynd af Landsbankinn
Landsbankinn
Hagfræðideild Landsbankans
Að skoða fasteign
Að skoða fasteign
09 Mar 2022
Fasteignakaup eru í flestum tilfellum stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því skiptir máli að vera meðvituð um þau atriði sem helst þarf að hafa í huga við mat á kaupum. Þannig má einnig forðast að sitja uppi með óvæntan framkvæmdakostnað.
Mynd af Ársæll Óskarsson
Ársæll Óskarsson
Löggiltur Fasteignasali & Pípulagningameistari
Íbúðamarkaður áfram í fullu fjöri
Íbúðamarkaður áfram í fullu fjöri
03 Mar 2022
Íbúðamarkaður er enn á blússandi siglingu og mikil eftirspurnarspenna ríkir á markaði. Útlit er fyrir að framboðshliðin hafi tekið við sér og aukið framboð af nýjum íbúðum streymi inn á markaðinn þegar líða tekur á árið. Við erum þeirrar skoðunar að jafnvægi náist á íbúðamarkaði á næsta ári með dvínandi eftirspurn og auknu framboði nýrra íbúða.
Mynd af Berg­þóra Bald­urs­dótt­ir
Berg­þóra Bald­urs­dótt­ir
Hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka
Húsnæðismarkaður við suðumark
Húsnæðismarkaður við suðumark
02 Mar 2022
Seðlabanki Íslands hækkaði meginvexti sína um 75 punkta þann 9. febrúar sl. líkt og væntingar stóðu til og nú standa vextirnir í 2,75%. Stýrivextir bankans hafa ekki verið hærri síðan fyrir heimsfaraldurinn.
Mynd af Halldór Kári Sigurðarson
Halldór Kári Sigurðarson
Hagfræðingur Húsaskjóls
Hvernig færðu besta verðið fyrir eignina þína?
Hvernig færðu besta verðið fyrir eignina þína?
23 Feb 2022
Hverjar eru ástæður þess að sumar fasteignir seljast hratt og á háu verði, jafnvel yfir ásettu verði en aðrar eignir sitja lengi á markaðnum og enda með því að seljast undir markaðsverði?
Mynd af Páll Pálsson
Páll Pálsson
Löggiltur Fasteignasali
Stefnir í hækkun stýrivaxta
Stefnir í hækkun stýrivaxta
08 Feb 2022
Spár greinenda gera ráð fyrir 0,75% stýrivaxtahækkun á morgun, þann 9.febrúar, þegar niðurstaða Peningastefnunefndar liggur fyrir, þó sumir telja að hækkunin geti orðið allt 1,0%.
Mynd af Ragnar Kormáksson
Ragnar Kormáksson
Fasteignaleitin
Enn mikil eftirspurn á íbúðamarkaði
Enn mikil eftirspurn á íbúðamarkaði
26 Jan 2022
Við teljum að íbúðaverð taki að róast á árinu með hækkun vaxta og auknu framboði
Mynd af Íslandsbanki
Íslandsbanki
Greiningadeild Íslandsbanka
Hvenær hægir á hækkun íbúðaverðs?
Hvenær hægir á hækkun íbúðaverðs?
26 Jan 2022
Seðlabankinn grípur til aðgerða til að stemma stigu við hækkunum á markaði
Mynd af Íslandsbanki
Íslandsbanki
Greiningadeild Íslandsbanka
Fasteignamarkaðurinn 2021
Fasteignamarkaðurinn 2021
31 Dec 2021
Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum að mikið líf hefur verið á fasteignamarkaði á liðnu ári. Lágt vaxtastig síðustu ára hefur auðveldað mörgum sín fyrstu fasteignakaup og margir hafa stækkað við sig.
Mynd af Ragnar Kormáksson
Ragnar Kormáksson
Fasteignaleitin
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache