Fasteignaleitin
Skráð 13. sept. 2024
Deila eign
Deila

Öngulsstaðir 3

Atvinnuhúsn.Norðurland/Akureyri-605
1251.1 m2
5 Herb.
Verð
249.000.000 kr.
Fermetraverð
199.025 kr./m2
Fasteignamat
80.800.000 kr.
Brunabótamat
398.500.000 kr.
Byggt 1975
Fasteignanúmer
2160059
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
FRÁBÆRT TÆKIFÆRI Í FERÐAÞJÓNUSTU

STOFAN fasteignasala kynnir fallegt og sjarmerandi 18 herbergja hótel í Eyjafirði.
Hótelið er í fullum reksti, hefur gott orðspor og er með samninga við erlendar ferðaskrifstofur og bókunaraðila.
Þetta er jafnframt eign sem býður upp á mikla framtíðarmöguleika til stækkunar og vaxtar.

Lamb-inn hótel á Öngulsstöðum í Eyjafirði er staðsett um 12 km frá Akureyri og 8 km. frá Skógarböðunum. Hótelið er fallega staðsett í hlíðum Eyjafjarðar og nýtur þaðan mikils útsýnis.
Á Öngulsstöðum hefur verið rekin ferðaþjónusta síðan 1993 við góðan orðstír ekki síst fyrir veitingahúsið sem þar hefur verið starfrækt.
Bókunarstaða hefur verið mjög sterk yfir sumarvertíðina og á veturna hefur hótelið verið vinsælt fyrir helgardvalir, fundahöld, hópabókanir og viðburði af ýmsu tagi.
Hitaveita er á svæðinu og við húsið er heitur pottur fyrir gesti með fögru útsýni yfir fjörðinn.

Eignin skiptist skv. fasteignayfirliti HMS í:

Gistihús  351,1 m²   010101
Gistihús 439,9 m²    020101
Geymsla  157,1 m²  020001
Fjárhús  159,0 m²    030101
Hlaða  144,0 m²       040101
Lóð     9140 m²

Gistiheimili
- 18 herbergi með ýmist tveimur, þremur eða fjórum rúmum, samtals 42 rúm. Öll herbergi eru með baðherbergi.
- Eldhús og veitingastaður fyrir allt að 70 manns. 
- Fjölnota rými sem nýtt hefur verið sem fundaraðstaða, stór setustofa og fjölskylduherbergi.
  Þessu rými er hægt að breyta í 50-60m² íbúð
- Eitt rými hússins er leigt út til snyrtistofu.

Hlaða
- Sambyggð húsi er 144m² óeinangruð hlaða með mikilli lofthæð sem nýtt er sem geymsla í dag.
  Mögulegt er að nýta hana með öðrum hætti t.d. til að stækka hótelið og aðstöðu þess. 

Geymsla
Rúmgóð 157 m² er á neðri hæð hússins og nýtist vel.

Fjárhús
159 m² er í dag nýtt undir sauðfé.

Heitt vatn á staðnum sem kemur frá Norðurorku. Sérstaða getur falist í að nýta nánast óþrjótandi möguleika á útivist í nágrenninu bæði vetur og sumar. 
Í næsta nágrenni eru náttúruperlur sem nánast ekkert ferðafólk hefur barið augum. Ótal möguleikar á fjallgöngum ofl. og samstarf gott við sveitarfélagið um markaðssetningu svæðisins.

Lamb Inn býður upp á margvíslega tekjumöguleika fyrir fólk sem vill skapa sér framtíð í ferðaþjónustu á Norðurlandi.  

Allar nánari upplýsingar um eignina veita Atli Þór í síma 699-5080, atli@stofanfasteignir.is og Guðný Ósk í síma 866-7070, gudny@stofanfasteignir.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv.gjaldskrá.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1975
439.9 m2
Fasteignanúmer
2160059
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
35.950.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
35.950.000 kr.
Brunabótamat
184.150.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1975
157.1 m2
Fasteignanúmer
2160059
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
00
Númer eignar
01
Húsmat
7.530.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
7.530.000 kr.
Brunabótamat
38.600.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1958
159 m2
Fasteignanúmer
2160059
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
2.630.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
2.630.000 kr.
Brunabótamat
12.400.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 1958
144 m2
Fasteignanúmer
2160059
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
2.620.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
2.620.000 kr.
Brunabótamat
12.400.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Svæðisupplýsingar

Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin