Domusnova Akranesi og Soffía Sóley lögg.fasteignasali s. 846-4144 kynna:
MIKIÐ ENDURNÝJUÐ EIGN
MERKIGERÐI 21 Á AKRANESI. FALLEG OG RÚMGÓÐ EFRI SÉRHÆÐ Í TVÍBÝLISHÚSI ÁSAMT BÍLSKÚR. Staðsett í göngufæri frá helstu þjónustu.
Lýsing eignar:
Um er að ræða efri sérhæð í tvíbýli, 126,6 fm ásamt bílskúr, 24,5 fm. Samtals 151,1 fm.
Skipulag íbúðar: forstofa, þvottaherbergi, svalir (geymsluloft), eldhús, stór stofa, 3 svefnherbergi (með möguleika einu í viðbót), baðherbergi. Bílskúr.
Steypt stétt að húsi, möl í bílaplani
Útitröppur. Forstofa með lökkuðu míkrosementi á gólfi, skápur.
Þvottaherbergi með míkrosementi á gólfi, varmaskiptir, vaskur. Geymsluloft. Svalir.
Forstofuherbergi, parket á gólfi, skápur.
Skápur í svefnherbergisgangi.
Eldhús, hvít/svört innrétting, keramik helluborð, veggofn, parket á gólfi.
Stór og rúmgóð stofa, parket á gólfi.
2 stór svefnherbergi með skápum og parketi á gólfi.
Baðherbergi lakkað mikrosement á gólfi og veggjum, skápar, handklæðaofn, sturta afstúkuð með glervegg.
Annað:
Hvítar innihurðir frá Birgisson
Samfellt parket á eldhúsi stofu, gangi og herbergum.
Allar innréttingar eru smíðaðar af Trésmiðju Akraness.(nema þvottah. og baði)
Húsið var einangrað allt að utan og múrað ca. 2010.
Bílskúr, endurn. að mestu 2019, bæði að utan og innan, rafmagnskynding, geymsluloft.
Timburverönd í bakgarði sameiginleg með n.h.
Staðsetning er miðsvæðis, í göngufæri við helstu þjónustu.
Þakjárn var endurn. ca. 1990. Rafmagn hefur verið endurnýjað að hluta, nýtt dregið í þar sem þurfti, rafmagnstafla endurnýjuð (staðsett í anddyri) 2018.
Lagnagrind endurn. (ekki inntök). 2018. Eldhúsinnrétting, ofnar og ofnalagnir, innihurðir, parket og baðherbergi endurn. 2018. Gler og gluggar endurn á suður og vesturhlið ca. 2012. Neysluvatnslagnir endurn. 2012. Aðrir gluggar og gler yfirfarið 2025. Skolplagnir hafa verið fóðraðar.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.